Viðskipti innlent

Kjóstu það besta á netinu 2011

Það er sáraeinfalt að taka þátt og tilnefna uppáhaldið sitt. Slóðin er visir.is/nexpo.
Það er sáraeinfalt að taka þátt og tilnefna uppáhaldið sitt. Slóðin er visir.is/nexpo.
Hvað skaraði fram úr á netinu árið 2011? Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Í dag var opnað fyrir tilnefningar til Nexpo-vefverðlaunanna sem verða afhent með pompi og prakt eftir áramót.

Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum og gefst lesendum tækifæri á að tilnefna það sem skaraði framúr í hverjum flokki til verðlaunanna. Það er sáraeinfalt og skemmtilegt að taka þátt á síðunni visir.is/nexpo.

Veitt eru verðlaun í nokkrum flokkum og gefst lesendum tækifæri á að tilnefna það sem skaraði framúr í hverjum flokki til verðlaunanna.

Tekið er á móti tilnefningum almennings í tvær vikur, til 23. desember. Skipuð hefur verið dómnefnd fyrir verðlaunin og mun hún renna yfir tillögur almennings og raða upp í endanlegar tilnefningar til verðlaunanna.

Nexpo-vefverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti fyrr á árinu við góðar undirtektir. Viðburðafyrirtækið Silent stendur að verðlaununum. Nánari upplýsingar er að finna á tilnefningasíðunni og Facebook-síðu Nexpo.

Þann 1. janúar hefst síðan opinber kosning til verðlaunanna hér á Vísi og stendur hún til 25. janúar. Í kosningunni hafa dómnefnd og almenningur jafn mikið vægi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×