Viðskipti innlent

"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi.

Steingrímur er gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann segir að Íslendingar verði að axla ábyrgð til að tryggja farsæla framtíð sína. „Ég hef ekki séð að það að fara undir eitthvað evrópskt pils jyki ábyrgðarkennd manna í þessum efnum," segir hann.

Steingrímur var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu hér á Vísi.
Þá segir hann að þrátt fyrir aukna alþjóðavæðingu og mikil samskipti við Evrópu búi Íslendingar við mikla sérstöðu. „Við verðum að geta reiknað með því að hlutir séu í öðrum takti hér og margt öðruvísi en á hinu stóra meginlandi."

Steingrímur segir að breytingarnar á Evrópusambandinu, sem nú standi yfir, geri það að verkum að það sé „enn ófýsilegra" en áður að ganga inn í sambandið. Sjá má bút úr Klinkinu þar sem Steingrímur ræðir Evrópusambandið og Ísland hér fyrir ofan. Sjá má viðtalið við Steingrím í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×