Viðskipti innlent

Ísland með í að styrkja Kýpur um 1.200 milljónir

Löndin innan Evrópska efnahagssambandsins (EES), Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa samþykkt að veita Kýpur tæplega 8 milljónir evra eða rúmalega 1.200 milljónir króna í fjárhagsstyrki á tímabilinu 2009 til 2014.

Þessir styrkir eru hluti af samkomulagi sem EES ríkin hafa gert við Evrópusambandið um fjárhagslega aðstoð við ný ríkin innan sambandsins.

Í umfjöllun um málið á vefsíðunni FinancialMirror segir að stjórnvöld á Kýpur muni nota styrkina til ýmissa verkefna eins og til dæmis varðveislu á menningarverðmætum, til heilbrigðismála, til barnaverndar og til að styrkja lögreglu landsins í að berjast gegn efnahagsglæpum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×