ESA: Íslendingar verða að tryggja greiðslur að fullu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. desember 2011 10:00 ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum. Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, segir að þrátt fyrir að þrjú ár séu liðin frá því að Icesave reikningunum hafi verið lokað sé Ísland enn ekki búið að tryggja greiðslu lágmarkstryggingar upp að 20 þúsund evrum, samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins. Tilskipunin leitist við að auka traust neytenda/innstæðueigenda á bankakerfinu ef bankastofnanir verði gjaldþrota. Bankakerfið byggi á trausti og tiltrú neytenda og tilskipunin hafi mikilvægu hlutverki að gegna í því sambandi. „ESA heldur við fyrri afstöðu sína. Ísland verður að uppfylla þær skyldur sem það hefur undirgengist með aðild að EES-samningnum. Því ber að tryggja greiðslur til allra innstæðueigenda, án mismununar, samkvæmt þeim skilyrðum sem mælt er fyrir um í tilskipuninni um innstæðutryggingar", ítrekar Oda Helen Sletnes, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA á vefsíðu stofnunarinnar. Á vef ESA kemur fram að samkvæmt upplysingum frá íslenskum stjórnvöldum verði umræddar kröfur ekki greiddar að fullu fyrr en í lok ársins 2013. „Einn megintilgangur tilskipunarinnar er að forðast að innstæðueigendur þurfi að sæta því að leita réttar síns við þrotabúskipti. Rúm þrjú ár eru liðin frá því að innstæðueigendur glötuðu aðgangi að reikningum sínum og kröfur hafa ekki enn verið greiddar að fullu. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að fara að ákvæðum tilskipunarinnar um innstæðutryggingar" segir forseti Eftirlitsstofnunar EFTA. ESA segir að málið verði nú lagt fyrir EFTA dómstólinn þar sem Ísland fær fullt tækifæri til að færa fram sín rök í málinu. Ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við EES-samninginn, þurfi sland að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að fara að niðurstöðu dómsins eins fljótt og auðið sé. Utanríkismálanefnd Alþingis fundar nú um ákvörðun ESA á fundi sem hófst klukkan tíu. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, er mættur til fundarins en hann vildi ekkert tjá sig um hann fyrr en að fundinum loknum.
Tengdar fréttir ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00 Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Sjá meira
ESA stefnir Íslandi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveð að stefna Íslandi vegna Icesave deilunnar. Fundur í utanríkismálanefnd hefur verið boðaður klukkan tíu, en hann var boðaður með þriggja kortera fyrirvara. Við segjum nánar frá málinu í dag. Eins og kunnugt er ákváðu Íslendingar að hafna samningum við Breta og Hollendinga fyrr á árinu eftir að Ólafur Ragnar Grímsson skaut málinu til þjóðarinnar. 14. desember 2011 09:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent