Viðskipti innlent

Hagkaup og Bónus alltaf staðið í skilum

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson
Jón Ásgeir Jóhannesson stofnandi Bónuss skrifar í dag grein í Fréttablaðið um hlutafjárútboðið í Högum sem fram fór í vikunni. Hann segir gaman að fylgjast með gamla félaginu sínu og rifjar upp þegar þeir feðgar, hann og Jóhannes Jónsson, eignuðust Hagkaup árið 1998 og stóðu að uppbyggingu félagsins bæði hér á landi og erlendis.

Jón Ásgeir segir Hagkaup og Bónus alltaf hafa staðið í skilum við sína viðskiptamenn og banka og aldrei hafi króna verið afskrifuð í þeim rekstri.

Hann efast um að Arion banki hafi tapað af því að lána til eignarhaldsins á Högum heldur hafi bankar frekar grætt á fyrirtækinu, þá sérstaklega Kaupþing.

Hægt er að lesa grein Jóns með því að smella á hlekkinn hér að neðan.


Tengdar fréttir

Hagar

Það er gaman að fylgjast með mínu gamla félagi Högum. Hlutafjárútboðið kláraðist núna í vikunni og niðurstaðan er sú að það var fimmföld eftirspurn eftir því sem selt var. Allir helstu lífeyrissjóðir landsins tóku þátt. Vá!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×