Bankarnir ráðandi á hlutabréfamarkaði 13. desember 2011 11:24 Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði. Stóru viðskiptabankarnir þrír eru, beint eða óbeint, á meðal stærstu eigenda í öllum skráðum félögum á Íslandi nema Nýherja. Samtals eru þekktir eignarhlutir bankanna þriggja í HB Granda, Össuri, Icelandair, Marel Food Systems og Högum rúmlega 36 milljarða króna virði. Arion banki eignaðist 33,02% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í október síðastliðnum eftir skuldauppgjör bankans við Kjalar, félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar. Alls er virði hlutarins um 6,8 milljarðar króna. HB Grandi er skráð á First North markaðinn. Íslandsbanki er stærsti einstaki eigandi flugfélagsins Icelandair með 21,13% eignarhlut. Virði hans er 5,5 milljarðar króna. Íslandsbanki leysti til sín um 42% hlut í félaginu í mars 2009 og átti fyrir um 5% hlut. Í júní 2010 minnkaði hlutur bankans í Icelandair töluvert þegar Framtakssjóður Íslands (FSÍ) lagði flugfélaginu til nýtt eigið fé og eignaðist við það um 30% hlut. Síðan hafa báðir aðilarnir selt hluta af eign sinni. FSÍ á í dag 19,01% hlut sem metinn er á 4,9 milljarða króna. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbanki Íslands með 27,6% eignarhlut. Óbein eign Landsbankans í Icelandair er því 1,4 milljarða króna virði. Stærsti eigandi Marel Food Systems, sem skráð er í Kauphöllina, er Eyrir Invest með 35,6% eignarhlut. Stærstu eigendur Eyris eru Landsbankinn og dótturfélag hans, Horn fjárfestingarfélag, með samtals 27,5% hlut. Virði hans er um níu milljarðar króna. Auk þess á Landsbankinn 6,3% beinan hlut í Marel sem metinn er á 5,8 milljarða króna miðað við síðasta skráða gengi félagsins. Samtals nemur eign Landsbankans og dótturfélags hans í Marel því 14,8 milljörðum króna.Össur hf. afskráði sig úr íslensku kauphöllinni í nóvember 2010 og flutti öll viðskipti með hlutabréfin í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Íslenska kauphöllin ákvað hins vegar, að eigin frumkvæði og án samráðs við félagið, að taka upp viðskipti með hlutabréfin að nýju frá og með 28. mars 2011. Landsbankinn á 4,8% hlut í Össuri hf. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna. Fyrsta nýskráða félag í Kauphöllina eftir bankahrun er Hagar, sem lauk útboði í síðustu viku. Búist er við því að viðskipti með bréf í félaginu hefjist næstkomandi fimmtudag. Stærsti einstaki eigandi Haga er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 21,7% eignarhlut. Miðað við útboðsgengið, sem var 13,5 krónur á hlut, er virði hans tæplega 3,6 milljarðar króna. Arion banki þarf að selja eignarhlutinn fyrir 1. mars næstkomandi vegna skilyrða sem Fjármálaeftirlitið hefur sett. Eina félagið sem skráð er í Kauphöllinni sem stóru viðskiptabankarnir þrír eru ekki á meðal 20 stærstu hluthafa í er Nýherji. Auk þess eiga fjölmargir sjóðir sem stýrt er af rekstrarfélögum í eigu bankanna eignarhluti í skráðum félögum. thordur@frettabladid.is Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Landsbanki, Íslandsbanki og Arion banki eiga hlut í öllum skráðum félögum landsins nema einu. Samanlagt markaðsvirði þessara hluta er rúmlega 36 milljarðar króna. Hlutur Landsbankans í Marel er talinn 14,8 milljarða virði. Stóru viðskiptabankarnir þrír eru, beint eða óbeint, á meðal stærstu eigenda í öllum skráðum félögum á Íslandi nema Nýherja. Samtals eru þekktir eignarhlutir bankanna þriggja í HB Granda, Össuri, Icelandair, Marel Food Systems og Högum rúmlega 36 milljarða króna virði. Arion banki eignaðist 33,02% hlut í sjávarútvegsfyrirtækinu HB Granda í október síðastliðnum eftir skuldauppgjör bankans við Kjalar, félag í meirihlutaeigu Ólafs Ólafssonar. Alls er virði hlutarins um 6,8 milljarðar króna. HB Grandi er skráð á First North markaðinn. Íslandsbanki er stærsti einstaki eigandi flugfélagsins Icelandair með 21,13% eignarhlut. Virði hans er 5,5 milljarðar króna. Íslandsbanki leysti til sín um 42% hlut í félaginu í mars 2009 og átti fyrir um 5% hlut. Í júní 2010 minnkaði hlutur bankans í Icelandair töluvert þegar Framtakssjóður Íslands (FSÍ) lagði flugfélaginu til nýtt eigið fé og eignaðist við það um 30% hlut. Síðan hafa báðir aðilarnir selt hluta af eign sinni. FSÍ á í dag 19,01% hlut sem metinn er á 4,9 milljarða króna. Stærsti eigandi FSÍ er Landsbanki Íslands með 27,6% eignarhlut. Óbein eign Landsbankans í Icelandair er því 1,4 milljarða króna virði. Stærsti eigandi Marel Food Systems, sem skráð er í Kauphöllina, er Eyrir Invest með 35,6% eignarhlut. Stærstu eigendur Eyris eru Landsbankinn og dótturfélag hans, Horn fjárfestingarfélag, með samtals 27,5% hlut. Virði hans er um níu milljarðar króna. Auk þess á Landsbankinn 6,3% beinan hlut í Marel sem metinn er á 5,8 milljarða króna miðað við síðasta skráða gengi félagsins. Samtals nemur eign Landsbankans og dótturfélags hans í Marel því 14,8 milljörðum króna.Össur hf. afskráði sig úr íslensku kauphöllinni í nóvember 2010 og flutti öll viðskipti með hlutabréfin í kauphöllina í Kaupmannahöfn. Íslenska kauphöllin ákvað hins vegar, að eigin frumkvæði og án samráðs við félagið, að taka upp viðskipti með hlutabréfin að nýju frá og með 28. mars 2011. Landsbankinn á 4,8% hlut í Össuri hf. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna. Fyrsta nýskráða félag í Kauphöllina eftir bankahrun er Hagar, sem lauk útboði í síðustu viku. Búist er við því að viðskipti með bréf í félaginu hefjist næstkomandi fimmtudag. Stærsti einstaki eigandi Haga er Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, með 21,7% eignarhlut. Miðað við útboðsgengið, sem var 13,5 krónur á hlut, er virði hans tæplega 3,6 milljarðar króna. Arion banki þarf að selja eignarhlutinn fyrir 1. mars næstkomandi vegna skilyrða sem Fjármálaeftirlitið hefur sett. Eina félagið sem skráð er í Kauphöllinni sem stóru viðskiptabankarnir þrír eru ekki á meðal 20 stærstu hluthafa í er Nýherji. Auk þess eiga fjölmargir sjóðir sem stýrt er af rekstrarfélögum í eigu bankanna eignarhluti í skráðum félögum. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira