Fleiri fréttir Samið um undirbúning að virkjun í Ófeigsfirði Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerk ehf. hafa gert samstarfsamning við Vatnsfall, fagfjárfestasjóð á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA, um fjármögnun á áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna allt að 40MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum. 27.9.2011 16:27 Skuldatryggingarálagið hátt um þessar mundir Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Greining Íslandsbanka segir að skuldatryggingarálagið sé nú nokkuð hærra en meðaláhættulag á meðal þróaðra ríkja Evrópu, sé Grikkland undanskilið. Í lok dags í gær stóð álagið í tæpum 319 punktum (3,19%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni og er það með því hæsta sem það hefur farið upp í frá áramótum. Í raun hefur það aðeins einu sinni farið hærra á árinu sem var um miðja síðustu viku, þegar það fór upp í 321 punkt, en lægst hefur álagið farið niður í 200 punkta sem var snemma í júnímánuði. 27.9.2011 12:56 Bankakerfið fær falleinkunn Ísland er í þriðja neðsta sæti af 143 ríkjum í heiminum þegar traust á bönkum í ríkjunum er metið. Einungis Úkraína og Írland eru fyrir neðan Ísland, en Írland er langneðst. Kanada er það ríki þar sem mest traust á bankakerfinu er og næstmest traust ríkir á bankakerfinu í Suður-Afríku samkvæmt niðurstöðunum. Af Norðurlöndunum er Finnland efst, í áttunda sæti, en Noregur er í þrettánda sæti. 27.9.2011 10:13 Næstu vikur ráða úrslitum Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. 27.9.2011 09:00 Varaformaður SA: Stjórnvöld eiga að gefa atvinnulífinu vinnufrið Varaformaður Samtaka Atvinnulífsins vill að stjórnvöld gefi atvinnulífinu vinnufrið í stað þess að standa sífellt í vegi fyrir uppbygginu með tortryggni. Núverandi atvinnuleysi kostar atvinnulífið 20 milljarða króna á ári. 26.9.2011 18:45 Hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag - helmingu skulda Grikkja afskrifaður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópubandalagið íhuga nú að afskrifa um fimmtíu prósent af skuldum gríska ríkisins til að leysa vanda evrusvæðisins. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu eftir að fjölmiðlar greindu frá þessum hugmyndum í morgun. 26.9.2011 18:30 DV bjargað fyrir horn Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Torfa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra félagsins. 26.9.2011 13:20 Íslendingar enn svartsýnir á ástand efnahagsmála Íslendingar eiga langt í land með að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum, samkvæmt væntingarvísitölu Gallups. Sem kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Vísitalan hefur lækkað undanfarið og lækkaði hún á milli júlí og águst þriðja mánuðinn í röð. Vísitalan mælist nú rétt rúmlega 50 stig sem er 20 stigum lægra en það var í ágúst í fyrra þegar hún náði sínu hæsta gildi frá hruni. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. 26.9.2011 12:28 Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. 26.9.2011 12:08 Inspired by Iceland skilaði 34 milljarða tekjum í fyrra Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. 26.9.2011 07:00 Er þegar flutt í annað húsnæði Icelandair Group ætlar að flytja starfsemi ferðaskrifstofunnar Vita yfir í sjálfstætt dótturfélag um næsta áramót. Fyrirtækið hefur þegar flutt í annað húsnæði. 26.9.2011 06:00 Verslunin Iceland verður seld fyrir áramót Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hafa tryggt sér fjármögnun fyrir væntanlegt tilboðsferli í eignarhluti skilanefnda Landsbankans og Glitnis í lágvöruverðsverslunina Iceland Foods. Tilboðsgögn og fjárhagsupplýsingar verða send væntanlegum bjóðendum í vikunni, að því fram kemur í netútgáfu breska blaðsins Sunday Times í gær. Stefnt mun að því að selja hlutinn fyrir áramót. 26.9.2011 05:00 Endurskoðendur mæltu með riftunum hjá Gift vegna blekkinga Kaupþings Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. 25.9.2011 18:30 Blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu Miklar blikur eru á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt er að taka á af festu og krefst það öflugra aðgerða af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðildarríkja. Þetta kemur fram í ályktun fjárhagsnefndar AGS en nefndin fundaði í gær. 25.9.2011 16:54 Ráðning Þorgeirs herkænskuleg til að fá lífeyrissjóði að borðinu Seðlabankinn vill fá helstu lífeyrissjóði landsins að samningaborðinu í gjaldeyrisútboðum bankans, en þau eru forsenda afnáms gjaldeyrishaftanna. Ráðning Þorgeirs Eyjólfssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í starf verkefnisstjóra við afnám haftanna var meðal annars til að ná þessu markmiði. 24.9.2011 18:45 Húsasmiðjan tapaði 309 milljónum á fyrstu 7 mánuðum ársins Húsasmiðjan, sem er sem stendur í söluferli, heldur áfram að tapa peningum en fyrirtækið tapaði 309 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 93 milljóna króna hagnaði, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. 24.9.2011 12:09 Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. 23.9.2011 19:15 Gagnrýnir bókhaldsaðferðir fjármálaráðherra Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þeirrar ákvörðunar að ráðast í byggingu hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum með láni frá Íbúðalánasjóði, eins og ráðgert er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðunar vegna athugasemda Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 23.9.2011 17:47 Bjóða sjómönnum skrímslatryggingu Tryggingafélagið Vörður býður nú sjómönnum svokallaða skrímslatryggingu í tilefni af því að Sjávarútvegssýningin stendur nú sem hæst í Fífunni í Kópavogi. Með tryggingunni er ætlunin að vekja athygli á þeim hættum sem sjófarendum eru búnar. 23.9.2011 14:18 Steingrímur á fund AGS og Alþjóðabankans Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur til Washington nú um helgina til að sækja árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans að því er greinir frá á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. 23.9.2011 14:02 Landsbankinn skrifar undir samkomulag við lánatryggingasjóð kvenna Landsbankinn hefur skrifað undir samstarfssamning við Svanna - lánatryggingasjóð kvenna, um að bankinn veiti konum í atvinnurekstri lán sem sjóðurinn og bankinn ábyrgjast sameiginlega. Landsbankinn veitir helming ábyrgðar á móti sjóðnum og tryggir þannig konum í nýrri starfsemi rýmri aðgang að fjármagni en ella og eykur möguleika þeirra til að stofna fyrirtæki. Samstarfssamningurinn er liður Landsbankans í að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar í landinu. 23.9.2011 13:58 Alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki velur dótturfélag Nýherja Applicon, dótturfélag Nýherja, hefur undirritað samning við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Advent Software, sem framleiðir hugbúnað sérsniðinn að þörfum fjármálafyrirtækja samkvæmt tilkynningu frá Nýherja. 23.9.2011 13:52 Kreditkort brýtur gegn ákvæðum um neytendalán og eftirlit Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest úrskurð Neytendastofu um að Kreditkort bryti bæði gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með greiðsludreifingunni. 23.9.2011 13:33 Fengu 336 milljarða af 463 afskrifaða Alls hafa 336 milljarðar af 463 milljörðum verið afskrifaðir hjá 41 fyrirtæki samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar efnahags- og viðskiptaráðuneytis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 23.9.2011 11:46 Marel verðlaunað fyrir framúrskarandi tækjabúnað Marel hlaut í dag verðlaun sem „framúrskarandi framleiðandi tækjabúnaðar á heildina litið“ þegar íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi. Sigsteinn P.Grétarsson, forstjóri Marel ehf., veitti verðlaununum viðtöku. 23.9.2011 10:20 Atlantsolía lækkar bensínið um tvær krónur Atlantsolía lækkaði bensínlítrann um tvær krónur í morgun. Dísel lækkar ekki að sinni að því er upplýsingafulltrúi félagsins segir í samtali við fréttastofu. Bensínið kostar nú 233,90 aura lítrinn en hæst fór verðið í 243,50 í sumar. Díselolía lækkar ekki að sinni og kostar lítrinn því enn 235,90. 23.9.2011 07:47 Staða lífeyrissjóðanna batnar Ávöxtun lífeyrissjóðanna umfram verðbólgu var 2,65% í fyrra samanborið við 0,34% á árinu 2009. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár var -1,6% og meðaltal síðastliðna 10 ára var 2,2%. Þetta kemur fram í skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir síðasta ár. Skýrslan var birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins í dag. Fjármálaeftirlitið segir að raunávöxtun sjóðanna, það er ávöxtun umfram verðbólgu, fari því batnandi þrátt fyrir að margir sjóðir glími enn við eftirköst bankahrunsins. 22.9.2011 21:53 Skýrr hýsir fyrir Virðingu Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu, rekstri og útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Virðingar. Starfsfólk Virðingar mun þannig fá aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr. 22.9.2011 18:21 Spáir minna atvinnuleysi - samt hátt í sögulegu samhengi Alls fóru 940 fyrirtæki á hausinn fyrstu sjö mánuði ársins samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en það er litlu minna en á síðasta ári þegar 982 fóru á hausinn. 22.9.2011 12:58 Launavísitala hækkar - kaupmáttur launa hækkar líka Launavísitala í ágúst 2011 hækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,0%. 22.9.2011 11:32 Fluttu út fisk fyrir 220 milljarða - þorskurinn vinsælastur Samanlagt virði útfluttra sjávarafurða á síðasta ári voru 220 milljarðar króna samkvæmt nýútkominni sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka. 22.9.2011 10:49 Forseti ESA segir ekkert ákveðið um dómsmál vegna Icesave Eftirlitsstofnun ESA hefur ekki ákveðið neitt um hvort Icesave málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins samkvæmt yfirlýsingu sem barst frá segir Oda Helen Sletnes, forseta ESA. 22.9.2011 09:27 Arion banki selur sparisjóði Stofnfjárhlutir Arion banka hf. í AFLi-sparisjóði og Sparisjóði Ólafsfjarðar eru nú til sölumeðferðar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Í tilkynningu segir að boðin séu til sölu 94,45% stofnfjár í AFLi og 99,99% í Sparisjóði Ólafsfjarðar og er gert ráð fyrir að eignarhlutarnir verði seldir saman í einu lagi. Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem geta sýnt fram á að hafa til þess bæran fjárhagslegan styrk, eða aðgang að a.m.k. 800 milljónum króna í auðseljanlegum eignum, og geta sýnt fram á að vera hæfir til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Frestur til að sækja um er til 10. október næstkomandi. 22.9.2011 07:53 Hundruð milljóna tap á Skjáeinum ár eftir ár Skjárinn, sem rekur Skjáeinn, tapaði stórum hluta af veltu sinni árin 2007, 2008 og 2009 samkvæmt ársreikningum félagsins og er rekstrarsagan að því er virðist saga samfellds taprekstrar. 21.9.2011 18:45 Fá 260 milljónir frá Evrópusambandinu CarbFix vísindaverkefnið, sem rekið er við Hellisheiðarvirkjun, hefur fengið um 260 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Það er orkurannsóknahluti 7. rammaáætlunar ESB, sem hefur svo mikla trúa á verkefninu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 21.9.2011 20:44 Hermann ráðinn forstjóri Sjóvár Hermann Björnsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn forstjóri Sjóvár. 21.9.2011 16:23 Jóhanna: Erfiðleikar í Evrópu gætu haft neikvæð áhrif á ESB-umsókn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að það megi vel vera að efnahagserfiðleikarnir, sem nú geysa innan Evrópusambandsins, geti orðið til þess að Íslendingar fari ekki inn í sambandið. 21.9.2011 14:53 Þrýstingur eykst á Grikki Grikkir eru undir miklum þrýstingi til að skera niður og brúa fjárlagahallann á ríkissjóði en í húfi er 8 milljarða evra fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Um er að ræða jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna. 21.9.2011 12:28 Vextir ekki hækkaðir vegna minni verðbólgu og styrkingu krónunnar Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum þvert á spár greiningaraðila. Minni verðbólga í ágúst en búist hafði verið við, áframhaldandi styrking gengis krónunnar og lakari horfur í heimsbúskapnum eru meðal ástæða þess að vextir voru ekki hækkaðir segir Seðlabankastjóri. 21.9.2011 11:17 Nýr fjármálastjóri Icelandic Group Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Icelandic Group. Jóhann var áður forstöðumaður hagdeildar félagsins. 21.9.2011 09:49 Stýrivöxtum haldið óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 4,5 prósent. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem flestir höfðu gert ráð fyrir hækkun vaxtanna upp á 0,25 til 0,5 prósentustig. 21.9.2011 09:09 Sigurjón Þ. Árnason: Málshöfðun slitastjórnar óskiljanleg Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir skaðabótamál slitastjórnar bankans á hendur sér algjörlega óskiljanlegt. Hann segir að einhver í Landsbankanum hljóti að hafa framlengt 19 milljarða króna lán til Straums eftir að hann fór úr bankanum eða tekið ákvörðun um að innheimta ekki lánið. 20.9.2011 18:30 Glaðbeittur auðkýfingur - brosir breitt eftir samkomulag við Kaupþing "Vincent brosir breitt núna,“ sagði heimildarmaður í viðtali við breska dagblaðið The Guardian þar sem fjallað er um samkomulag Vincent Tchenguiz við Kaupþing. 20.9.2011 14:29 Síminn kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Síminn hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem snýr að 3G netlykla tilboði félagsins á árinu 2009. 20.9.2011 12:10 Misnotaði markaðsráðandi stöðu sína - 60 milljónir í sekt Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. "3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt. 20.9.2011 11:14 Sjá næstu 50 fréttir
Samið um undirbúning að virkjun í Ófeigsfirði Forsvarsmenn orkufyrirtækisins VesturVerk ehf. hafa gert samstarfsamning við Vatnsfall, fagfjárfestasjóð á vegum fjármálafyrirtækisins GAMMA, um fjármögnun á áframhaldandi undirbúningsvinnu vegna allt að 40MW vatnsaflsvirkjunar í Ófeigsfirði á Vestfjörðum. 27.9.2011 16:27
Skuldatryggingarálagið hátt um þessar mundir Skuldatryggingarálag á evruskuldir Ríkissjóðs Íslands hefur hækkað nokkuð að undanförnu. Greining Íslandsbanka segir að skuldatryggingarálagið sé nú nokkuð hærra en meðaláhættulag á meðal þróaðra ríkja Evrópu, sé Grikkland undanskilið. Í lok dags í gær stóð álagið í tæpum 319 punktum (3,19%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg gagnaveitunni og er það með því hæsta sem það hefur farið upp í frá áramótum. Í raun hefur það aðeins einu sinni farið hærra á árinu sem var um miðja síðustu viku, þegar það fór upp í 321 punkt, en lægst hefur álagið farið niður í 200 punkta sem var snemma í júnímánuði. 27.9.2011 12:56
Bankakerfið fær falleinkunn Ísland er í þriðja neðsta sæti af 143 ríkjum í heiminum þegar traust á bönkum í ríkjunum er metið. Einungis Úkraína og Írland eru fyrir neðan Ísland, en Írland er langneðst. Kanada er það ríki þar sem mest traust á bankakerfinu er og næstmest traust ríkir á bankakerfinu í Suður-Afríku samkvæmt niðurstöðunum. Af Norðurlöndunum er Finnland efst, í áttunda sæti, en Noregur er í þrettánda sæti. 27.9.2011 10:13
Næstu vikur ráða úrslitum Þjóðverjar gerðu í gær lítið úr fregnum þess efnis að samþykkt hefði verið á fundi í Washington um helgina að fjórfalda björgunarsjóð evruríkjanna sautján. Hlutabréfaverð hafði hækkað í allan gærdag vegna frétta þess efnis. 27.9.2011 09:00
Varaformaður SA: Stjórnvöld eiga að gefa atvinnulífinu vinnufrið Varaformaður Samtaka Atvinnulífsins vill að stjórnvöld gefi atvinnulífinu vinnufrið í stað þess að standa sífellt í vegi fyrir uppbygginu með tortryggni. Núverandi atvinnuleysi kostar atvinnulífið 20 milljarða króna á ári. 26.9.2011 18:45
Hlutabréfavísitölur hækkuðu í dag - helmingu skulda Grikkja afskrifaður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópubandalagið íhuga nú að afskrifa um fimmtíu prósent af skuldum gríska ríkisins til að leysa vanda evrusvæðisins. Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu eftir að fjölmiðlar greindu frá þessum hugmyndum í morgun. 26.9.2011 18:30
DV bjargað fyrir horn Hlutafjáraukningu útgáfufélags DV er að ljúka, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Torfa Sigurðssyni, framkvæmdastjóra félagsins. 26.9.2011 13:20
Íslendingar enn svartsýnir á ástand efnahagsmála Íslendingar eiga langt í land með að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum, samkvæmt væntingarvísitölu Gallups. Sem kunnugt er mælir vísitalan væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Vísitalan hefur lækkað undanfarið og lækkaði hún á milli júlí og águst þriðja mánuðinn í röð. Vísitalan mælist nú rétt rúmlega 50 stig sem er 20 stigum lægra en það var í ágúst í fyrra þegar hún náði sínu hæsta gildi frá hruni. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri svartsýnir en bjartsýnir. 26.9.2011 12:28
Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. 26.9.2011 12:08
Inspired by Iceland skilaði 34 milljarða tekjum í fyrra Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. 26.9.2011 07:00
Er þegar flutt í annað húsnæði Icelandair Group ætlar að flytja starfsemi ferðaskrifstofunnar Vita yfir í sjálfstætt dótturfélag um næsta áramót. Fyrirtækið hefur þegar flutt í annað húsnæði. 26.9.2011 06:00
Verslunin Iceland verður seld fyrir áramót Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hafa tryggt sér fjármögnun fyrir væntanlegt tilboðsferli í eignarhluti skilanefnda Landsbankans og Glitnis í lágvöruverðsverslunina Iceland Foods. Tilboðsgögn og fjárhagsupplýsingar verða send væntanlegum bjóðendum í vikunni, að því fram kemur í netútgáfu breska blaðsins Sunday Times í gær. Stefnt mun að því að selja hlutinn fyrir áramót. 26.9.2011 05:00
Endurskoðendur mæltu með riftunum hjá Gift vegna blekkinga Kaupþings Endurskoðendur sem fóru yfir rekstur eignarhaldsfélagsins Giftar töldu ástæðu til að fara í riftunarmál við Kaupþing vegna blekkinga stjórnenda Kaupþings um styrk bankans, en Gift keypti hlutabréf í Kaupþingi fyrir tugi milljarða króna fyrir hrunið. 25.9.2011 18:30
Blikur á lofti í alþjóðahagkerfinu Miklar blikur eru á lofti í alþjóðahagkerfinu sem nauðsynlegt er að taka á af festu og krefst það öflugra aðgerða af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og aðildarríkja. Þetta kemur fram í ályktun fjárhagsnefndar AGS en nefndin fundaði í gær. 25.9.2011 16:54
Ráðning Þorgeirs herkænskuleg til að fá lífeyrissjóði að borðinu Seðlabankinn vill fá helstu lífeyrissjóði landsins að samningaborðinu í gjaldeyrisútboðum bankans, en þau eru forsenda afnáms gjaldeyrishaftanna. Ráðning Þorgeirs Eyjólfssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í starf verkefnisstjóra við afnám haftanna var meðal annars til að ná þessu markmiði. 24.9.2011 18:45
Húsasmiðjan tapaði 309 milljónum á fyrstu 7 mánuðum ársins Húsasmiðjan, sem er sem stendur í söluferli, heldur áfram að tapa peningum en fyrirtækið tapaði 309 milljónum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins. Fjárhagsáætlun hafði gert ráð fyrir 93 milljóna króna hagnaði, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. 24.9.2011 12:09
Kínverjar hafa áhuga á íslenska fasteignamarkaðnum Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir hóp kínverskra embættismanna á leið til landsins en hann hefur lýst yfir áhuga sínum á íslenska fasteignamarkaðinum. Umhugsunarverðar upplýsingar, segir innanríkisráðherra. 23.9.2011 19:15
Gagnrýnir bókhaldsaðferðir fjármálaráðherra Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þeirrar ákvörðunar að ráðast í byggingu hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum með láni frá Íbúðalánasjóði, eins og ráðgert er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðunar vegna athugasemda Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 23.9.2011 17:47
Bjóða sjómönnum skrímslatryggingu Tryggingafélagið Vörður býður nú sjómönnum svokallaða skrímslatryggingu í tilefni af því að Sjávarútvegssýningin stendur nú sem hæst í Fífunni í Kópavogi. Með tryggingunni er ætlunin að vekja athygli á þeim hættum sem sjófarendum eru búnar. 23.9.2011 14:18
Steingrímur á fund AGS og Alþjóðabankans Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heldur til Washington nú um helgina til að sækja árlegan fund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans að því er greinir frá á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. 23.9.2011 14:02
Landsbankinn skrifar undir samkomulag við lánatryggingasjóð kvenna Landsbankinn hefur skrifað undir samstarfssamning við Svanna - lánatryggingasjóð kvenna, um að bankinn veiti konum í atvinnurekstri lán sem sjóðurinn og bankinn ábyrgjast sameiginlega. Landsbankinn veitir helming ábyrgðar á móti sjóðnum og tryggir þannig konum í nýrri starfsemi rýmri aðgang að fjármagni en ella og eykur möguleika þeirra til að stofna fyrirtæki. Samstarfssamningurinn er liður Landsbankans í að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar í landinu. 23.9.2011 13:58
Alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki velur dótturfélag Nýherja Applicon, dótturfélag Nýherja, hefur undirritað samning við alþjóðlega upplýsingatæknifyrirtækið Advent Software, sem framleiðir hugbúnað sérsniðinn að þörfum fjármálafyrirtækja samkvæmt tilkynningu frá Nýherja. 23.9.2011 13:52
Kreditkort brýtur gegn ákvæðum um neytendalán og eftirlit Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest úrskurð Neytendastofu um að Kreditkort bryti bæði gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með greiðsludreifingunni. 23.9.2011 13:33
Fengu 336 milljarða af 463 afskrifaða Alls hafa 336 milljarðar af 463 milljörðum verið afskrifaðir hjá 41 fyrirtæki samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar efnahags- og viðskiptaráðuneytis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins. 23.9.2011 11:46
Marel verðlaunað fyrir framúrskarandi tækjabúnað Marel hlaut í dag verðlaun sem „framúrskarandi framleiðandi tækjabúnaðar á heildina litið“ þegar íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi. Sigsteinn P.Grétarsson, forstjóri Marel ehf., veitti verðlaununum viðtöku. 23.9.2011 10:20
Atlantsolía lækkar bensínið um tvær krónur Atlantsolía lækkaði bensínlítrann um tvær krónur í morgun. Dísel lækkar ekki að sinni að því er upplýsingafulltrúi félagsins segir í samtali við fréttastofu. Bensínið kostar nú 233,90 aura lítrinn en hæst fór verðið í 243,50 í sumar. Díselolía lækkar ekki að sinni og kostar lítrinn því enn 235,90. 23.9.2011 07:47
Staða lífeyrissjóðanna batnar Ávöxtun lífeyrissjóðanna umfram verðbólgu var 2,65% í fyrra samanborið við 0,34% á árinu 2009. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár var -1,6% og meðaltal síðastliðna 10 ára var 2,2%. Þetta kemur fram í skýrslu um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir síðasta ár. Skýrslan var birt á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins í dag. Fjármálaeftirlitið segir að raunávöxtun sjóðanna, það er ávöxtun umfram verðbólgu, fari því batnandi þrátt fyrir að margir sjóðir glími enn við eftirköst bankahrunsins. 22.9.2011 21:53
Skýrr hýsir fyrir Virðingu Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu, rekstri og útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Virðingar. Starfsfólk Virðingar mun þannig fá aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr. 22.9.2011 18:21
Spáir minna atvinnuleysi - samt hátt í sögulegu samhengi Alls fóru 940 fyrirtæki á hausinn fyrstu sjö mánuði ársins samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en það er litlu minna en á síðasta ári þegar 982 fóru á hausinn. 22.9.2011 12:58
Launavísitala hækkar - kaupmáttur launa hækkar líka Launavísitala í ágúst 2011 hækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,0%. 22.9.2011 11:32
Fluttu út fisk fyrir 220 milljarða - þorskurinn vinsælastur Samanlagt virði útfluttra sjávarafurða á síðasta ári voru 220 milljarðar króna samkvæmt nýútkominni sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka. 22.9.2011 10:49
Forseti ESA segir ekkert ákveðið um dómsmál vegna Icesave Eftirlitsstofnun ESA hefur ekki ákveðið neitt um hvort Icesave málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins samkvæmt yfirlýsingu sem barst frá segir Oda Helen Sletnes, forseta ESA. 22.9.2011 09:27
Arion banki selur sparisjóði Stofnfjárhlutir Arion banka hf. í AFLi-sparisjóði og Sparisjóði Ólafsfjarðar eru nú til sölumeðferðar hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka. Í tilkynningu segir að boðin séu til sölu 94,45% stofnfjár í AFLi og 99,99% í Sparisjóði Ólafsfjarðar og er gert ráð fyrir að eignarhlutarnir verði seldir saman í einu lagi. Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti sem geta sýnt fram á að hafa til þess bæran fjárhagslegan styrk, eða aðgang að a.m.k. 800 milljónum króna í auðseljanlegum eignum, og geta sýnt fram á að vera hæfir til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Frestur til að sækja um er til 10. október næstkomandi. 22.9.2011 07:53
Hundruð milljóna tap á Skjáeinum ár eftir ár Skjárinn, sem rekur Skjáeinn, tapaði stórum hluta af veltu sinni árin 2007, 2008 og 2009 samkvæmt ársreikningum félagsins og er rekstrarsagan að því er virðist saga samfellds taprekstrar. 21.9.2011 18:45
Fá 260 milljónir frá Evrópusambandinu CarbFix vísindaverkefnið, sem rekið er við Hellisheiðarvirkjun, hefur fengið um 260 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu. Það er orkurannsóknahluti 7. rammaáætlunar ESB, sem hefur svo mikla trúa á verkefninu, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur. 21.9.2011 20:44
Hermann ráðinn forstjóri Sjóvár Hermann Björnsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn forstjóri Sjóvár. 21.9.2011 16:23
Jóhanna: Erfiðleikar í Evrópu gætu haft neikvæð áhrif á ESB-umsókn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að það megi vel vera að efnahagserfiðleikarnir, sem nú geysa innan Evrópusambandsins, geti orðið til þess að Íslendingar fari ekki inn í sambandið. 21.9.2011 14:53
Þrýstingur eykst á Grikki Grikkir eru undir miklum þrýstingi til að skera niður og brúa fjárlagahallann á ríkissjóði en í húfi er 8 milljarða evra fjárhagsaðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu. Um er að ræða jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna. 21.9.2011 12:28
Vextir ekki hækkaðir vegna minni verðbólgu og styrkingu krónunnar Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum þvert á spár greiningaraðila. Minni verðbólga í ágúst en búist hafði verið við, áframhaldandi styrking gengis krónunnar og lakari horfur í heimsbúskapnum eru meðal ástæða þess að vextir voru ekki hækkaðir segir Seðlabankastjóri. 21.9.2011 11:17
Nýr fjármálastjóri Icelandic Group Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Icelandic Group. Jóhann var áður forstöðumaður hagdeildar félagsins. 21.9.2011 09:49
Stýrivöxtum haldið óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 4,5 prósent. Þetta er þvert á spár sérfræðinga sem flestir höfðu gert ráð fyrir hækkun vaxtanna upp á 0,25 til 0,5 prósentustig. 21.9.2011 09:09
Sigurjón Þ. Árnason: Málshöfðun slitastjórnar óskiljanleg Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir skaðabótamál slitastjórnar bankans á hendur sér algjörlega óskiljanlegt. Hann segir að einhver í Landsbankanum hljóti að hafa framlengt 19 milljarða króna lán til Straums eftir að hann fór úr bankanum eða tekið ákvörðun um að innheimta ekki lánið. 20.9.2011 18:30
Glaðbeittur auðkýfingur - brosir breitt eftir samkomulag við Kaupþing "Vincent brosir breitt núna,“ sagði heimildarmaður í viðtali við breska dagblaðið The Guardian þar sem fjallað er um samkomulag Vincent Tchenguiz við Kaupþing. 20.9.2011 14:29
Síminn kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Síminn hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem snýr að 3G netlykla tilboði félagsins á árinu 2009. 20.9.2011 12:10
Misnotaði markaðsráðandi stöðu sína - 60 milljónir í sekt Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. "3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt. 20.9.2011 11:14