Viðskipti innlent

Forseti ESA segir ekkert ákveðið um dómsmál vegna Icesave

Icesave.
Icesave.
Eftirlitsstofnun ESA hefur ekki ákveðið neitt um hvort Icesave málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins samkvæmt yfirlýsingu sem barst frá segir Oda Helen Sletnes, forseta ESA.

Yfirlýsingin er tilkomin vegna forsíðufrétta Fréttablaðsins í dag þar sem fram kemur að Icesave-deilan sé á leiðinni fyrir EFTA-dómstólinn.

Samkvæmt yfirlýsingu Oda Helen þá bíður ESA eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní 2011.

Svarinu ber að skila fyrir lok þessa mánaðar og mun ESA skoða það gaumgæfilega áður en ákvörðun um næstu skref í málinu verður tekin að því er haft er eftir Oda Helen Sletnes.


Tengdar fréttir

Icesave er á leiðinni fyrir EFTA-dómstól

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, mun ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans heldur fara með Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×