Viðskipti innlent

Jóhanna: Erfiðleikar í Evrópu gætu haft neikvæð áhrif á ESB-umsókn

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í viðtali við AFP fréttastofuna í dag að það megi vel vera að efnahagserfiðleikarnir, sem nú geysa innan Evrópusambandsins, geti orðið til þess að Íslendingar fari ekki inn í sambandið.

Í fréttinni kemur fram að aðildarviðræður við ESB hafi byrjað þann 27. júní síðastliðinn en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan, þá helst eftir að Grikkland komst í alvarleg efnahagsleg vandræði með þeim afleiðingum að evran hefur veikst verulega.

Jóhanna segir í viðtalinu að hún voni að ástandið nú sé aðeins tímabundið og að Evrópusambandið leysi sín mál. Þá áréttar Jóhanna í viðtalinu að stuðningur Íslendinga við sambandið hafi verið mjög sveiflukenndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×