Gylfi: Menn búnir að gefast upp á Grikklandi 26. september 2011 12:08 Gylfi Magnússon. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur valdið miklum óróa á að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vísitölur í helstu kauphöllum heims lækkuðu mikið í síðustu viku sem varð til þess að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir að hagkerfi heimsins væri komið á hættulegt stig. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í morgun að innan alþjóðgjaldeyrissjóðsins væru menn að leggja á ráðinn um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Meðal þess sem rætt er um að fjórfalda björgunarsjóð evrusvæðisins, úr tæpum fimm hundruð milljörðum evra í tvö þúsund milljarða evra. Þá er einnig rætt um afskrifa helming allra skulda gríska ríkisins. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að í þessum pakka felist ákveðin uppgjöf gagnvart vanda Grikkja. „Menn hafa greinilega gefist upp að reyna að halda grikklandi á floti án greiðslufalls. Ég held reyndar að það hafi verið óhjákvæmilegt. Kannski er engin frétt í því. Þetta var eitthvað sem allir voru búnir að sjá að myndi gerast fyrr eða síðar. Stóra fréttin í þessu er hins vegar ef mönnum tekst á trúverðugan hátt að draga víglínuna við Grikkland, þannig að Grikkland fari í gegnum þetta þannig að önnur lönd sem menn hafa haft áhyggjur af, Ítalía, Spánn, Portugál, Írland, Belgía og svo framvegis að þau lönd fái þann stuðning sem þau þurfta til að leysa sinn vanda sem einnig er mikill þótt hann sé minni en hjá Grikkjum.“ Evrópskar bankastofnanir munu tapa gríðarlegum fjárhæðum fari svo að skuldir grikkja verði afskrifaðar. Kostnaðurinn gæti að hluta lent á skattgreiðendum í Þýskalandi og Frakklandi. Nýlegar skoðanakannir í Þýskalandi benda hins vegar til þess að kjósendur þar í landi vilja ekki taka á sig meiri byrðar til að leysa skuldavanda Grikkja. „Það er spurning um pólitíska forystu og samstöðu í Evrópu. En auðvitað er það þannig að þó að Þjóðverjum og Frökkum og fleirum þyki þetta hundfúlt þá er það bara kalt mat að þetta sé skárra heldur en að gera ekki neitt og horfa á ekki bara Grikkland fari illa heldur fleiri lönd og þá yrði tapið miklu meira fyrir Þjóðverja og fleiri.“ Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að björgunarpakkinn sem nú sé ræddur bendi til þess að menn séu búnir að gefast upp á að reyna halda Grikklandi á floti án greiðslufalls. Skuldakreppan á evrusvæðinu hefur valdið miklum óróa á að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Vísitölur í helstu kauphöllum heims lækkuðu mikið í síðustu viku sem varð til þess að Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lýsti því yfir að hagkerfi heimsins væri komið á hættulegt stig. Breska ríkisútvarpið, BBC, greindi frá í morgun að innan alþjóðgjaldeyrissjóðsins væru menn að leggja á ráðinn um viðamikinn björgunarpakka fyrir ríki evrusvæðisins. Meðal þess sem rætt er um að fjórfalda björgunarsjóð evrusvæðisins, úr tæpum fimm hundruð milljörðum evra í tvö þúsund milljarða evra. Þá er einnig rætt um afskrifa helming allra skulda gríska ríkisins. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að í þessum pakka felist ákveðin uppgjöf gagnvart vanda Grikkja. „Menn hafa greinilega gefist upp að reyna að halda grikklandi á floti án greiðslufalls. Ég held reyndar að það hafi verið óhjákvæmilegt. Kannski er engin frétt í því. Þetta var eitthvað sem allir voru búnir að sjá að myndi gerast fyrr eða síðar. Stóra fréttin í þessu er hins vegar ef mönnum tekst á trúverðugan hátt að draga víglínuna við Grikkland, þannig að Grikkland fari í gegnum þetta þannig að önnur lönd sem menn hafa haft áhyggjur af, Ítalía, Spánn, Portugál, Írland, Belgía og svo framvegis að þau lönd fái þann stuðning sem þau þurfta til að leysa sinn vanda sem einnig er mikill þótt hann sé minni en hjá Grikkjum.“ Evrópskar bankastofnanir munu tapa gríðarlegum fjárhæðum fari svo að skuldir grikkja verði afskrifaðar. Kostnaðurinn gæti að hluta lent á skattgreiðendum í Þýskalandi og Frakklandi. Nýlegar skoðanakannir í Þýskalandi benda hins vegar til þess að kjósendur þar í landi vilja ekki taka á sig meiri byrðar til að leysa skuldavanda Grikkja. „Það er spurning um pólitíska forystu og samstöðu í Evrópu. En auðvitað er það þannig að þó að Þjóðverjum og Frökkum og fleirum þyki þetta hundfúlt þá er það bara kalt mat að þetta sé skárra heldur en að gera ekki neitt og horfa á ekki bara Grikkland fari illa heldur fleiri lönd og þá yrði tapið miklu meira fyrir Þjóðverja og fleiri.“
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira