Viðskipti innlent

Fluttu út fisk fyrir 220 milljarða - þorskurinn vinsælastur

Fiskveiðar.
Fiskveiðar.
Samanlagt virði útfluttra sjávarafurða á síðasta ári voru 220 milljarðar króna samkvæmt nýútkominni sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka. Í skýrslunni leggst bankinn gegn kvótafrumvarpi. Áður hefur Landsbankinn lagst gegn frumvarpinu.

Þar kemur enn fremur fram að sjávarafurðir eru 39 prósent af heildarvirði útflutningsvara landsins en um 25 prósent af heildarvirði útflutnings- og þjónustu.

Þannig var sjávarútvegur 11 prósent af vergri landsframleiðslu Íslands árið 2010.

Þorskurinn er verðmætasta fiskitegundin samkvæmt skýrslunni, með um 33 prósent af heildarútflutningsvermæti sjávarafurða.

Þá kemur fram í skýrslunni að um 87 prósent af árlegum úthlutuðum kvóta eru á hendi 50 stærstu fyrirtækjanna. Um 8600 manns starfa beint í sjávarútvegi á Íslandi en það er um 5,2 prósent af heildarvinnuafli landsins.

Þá kemur ennfremur fram í skýrslunni að Íslandsbanki varar við neikvæðum áhrifum frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða.

Hægt er að lesa skýrsluna í viðhengi hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×