Viðskipti innlent

Glaðbeittur auðkýfingur - brosir breitt eftir samkomulag við Kaupþing

Vincent Tchenguiz er sáttur við stöðu sína samkvæmt heimildarmanni Guardian. Þessi mynd var þó tekin fyrir samkomulagið.
Vincent Tchenguiz er sáttur við stöðu sína samkvæmt heimildarmanni Guardian. Þessi mynd var þó tekin fyrir samkomulagið.
„Vincent brosir breitt núna," sagði heimildarmaður í viðtali við breska dagblaðið The Guardian þar sem fjallað er um samkomulag Vincent Tchenguiz við Kaupþing.

Fram kom í fréttum í gær að Vincent og Kaupþing hefðu náð samkomulagi en skilanefnd Kaupþings vildi fá hlutabéf í meira en tug fyrirtækja auðkýfingsins. Á móti vildi Vincent rúmlega 270 milljarða í skaðabætur vegna falls bankans í október 2008.

Bróðir Vincent, Robert Tchenguiz, fékk hátt í 300 milljarða króna lánaða hjá bankanum fyrir fall hans 2008. Hann var því stærsti lántakandi bankans.

Í Guardian kemur fram að bankinn hafi í raun ekki átt neinna kosta völ en að komast að samkomulagi við Vincent þar sem stjórnin virðist ekki hafa vitað að aðrir bankar ættu veð í eignum Vincent. Þannig gat bankinn ekki gjaldfellt lán Vincent, því þá hefðu lán annarra banka sem áttu veð í eignum Vincent, gjaldfallið með þeim afleiðingum að Kaupþing fengi lítið sem ekkert upp í kröfur sínar.

Það þýðir sem sagt að Kaupþing virðist hafa lánað Vincent milljarða fyrir verðlaus veð sem þrotabú Kaupþings sýpur nú seyðið af.

Nánari útfærslu samkomulagsins hefur ekki verið gerð opinber en það þykir ljóst að mati Guardian að Vincent geti andað talsvert léttar eftir samkomulagið. Þess má geta að samkomulagið á ekki við bróðir Vincent.

Þrotabúið þarf þó ekki að örvænta því eignir þess jukust um hundrað milljarða eins og fram kom í fréttum Vísis í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×