Viðskipti innlent

Verslunin Iceland verður seld fyrir áramót

stofnandi sýnir úrvalið Bresku matvörukeðjunni Iceland Foods hefur verið líkt við gullkú enda hefur hún skilað eigendum sínum góðum arði. Fréttablaðið/Hafliði
stofnandi sýnir úrvalið Bresku matvörukeðjunni Iceland Foods hefur verið líkt við gullkú enda hefur hún skilað eigendum sínum góðum arði. Fréttablaðið/Hafliði
Stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Asda, sem er í eigu Wal-Mart, hafa tryggt sér fjármögnun fyrir væntanlegt tilboðsferli í eignarhluti skilanefnda Landsbankans og Glitnis í lágvöruverðsverslunina Iceland Foods. Tilboðsgögn og fjárhagsupplýsingar verða send væntanlegum bjóðendum í vikunni, að því fram kemur í netútgáfu breska blaðsins Sunday Times í gær. Stefnt mun að því að selja hlutinn fyrir áramót.

Þrotabú gamla Landsbankans á 67 prósenta hlut í Iceland Foods og er hann verðmætasta eign búsins. Skilanefnd Glitnis á tíu prósent og verður hlutinn seldur með hlut Landsbankans. Afganginn á Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi fyrirtækisins, og stjórnendur verslunarinnar. Rætt hefur verið um að verðmiðinn geti numið 1,5 milljörðum punda, ríflega 270 milljörðum króna.

Forstjórinn hefur verið nefndur sem einn þeirra sem beri víurnar í verslunina. Hann bauð einn milljarð punda í hlut skilanefndar Landsbankans í fyrra. Boðinu var hafnað.

Baugur og Fons, félag Pálma Haraldssonar, áttu saman sextíu prósenta hlut á sínum tíma ásamt Milestone, Kaupþingi, Landsbankanum og stjórnendum verslunarinnar. Þrotabúin eignuðust hlutina í eftirskjálfta efnahagshrunsins í febrúar árið 2009.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×