Viðskipti innlent

Nýr fjármálastjóri Icelandic Group

Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Icelandic Group.
Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Icelandic Group.
Jóhann Gunnar Jóhannsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Icelandic Group. Jóhann var áður forstöðumaður hagdeildar félagsins.

Í tilkynningu segir að Jóhann hafi verið forstöðumaður á fjármálasviði hjá Bakkavör Group og bar m.a. ábyrgð á uppgjöri samstæðunnar á árunum 2004-2008. Þar áður vann hann hjá Íslenskri erfðagreiningu og KPMG endurskoðun.

Jóhann er löggiltur endurskoðandi og viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Kona hans er Anna Vigdís Kristinsdóttir og eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×