Viðskipti innlent

Fengu 336 milljarða af 463 afskrifaða

Bankarnir hrundu með látum í október 2008.
Bankarnir hrundu með látum í október 2008.
Alls hafa 336 milljarðar af 463 milljörðum verið afskrifaðir hjá 41 fyrirtæki samkvæmt skýrslu eftirlitsnefndar efnahags- og viðskiptaráðuneytis um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.

Sjö fjárfestingar- og eignarhaldsfélög fengu rúma 169 milljarða afskrifaða eftir hrun. Afskriftirnar miða við mitt þetta ár.

Skuldir fyrirtækjanna sjö sem fengu mest afskrifað voru tæplega 204 milljarðar og eru því afskriftir þessara fyrirtækja 83 prósent.

Næst á eftir koma verslunar- og þjónustufyrirtæki sem fengu ríflega 88 milljarða afskrifaða. Um er að ræða 13 fyrirtæki sem skulduðu tæplega 130 milljarða króna. Það er því 68 prósent niðurfellingu skulda.

Fimm sjávarútvegsfyrirtæki fengu tæplega 13 milljarða afskrifaða. Heildarskuldir þeirra fyrirtækja voru rétt tæplega 21 milljarðar króna. Því voru 61 prósent skulda sjávarútvegsfyrirtækjanna afskrifaðar.

Hægt er að nálgast skýrslu eftirlitsnefndarinnar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×