Inspired by Iceland skilaði 34 milljarða tekjum í fyrra 26. september 2011 07:00 Alls verða settar 600 milljónir í átakið Ísland allt árið, sem hleypt verður af stokkunum á næstu dögum. Því er ætlað að fjölga ferðamönnum utan háannatímans yfir sumarið. fréttablaðið/gva Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. Búist var við tíu prósenta fjölgun ferðamanna árið 2010, en eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Ferðamenn í apríl voru 17 prósentum færri en í sama mánuði árið 2009 og spár gerðu ráð fyrir 22 prósenta samdrætti í ferðaþjónustu yfir sumarið, háannatímann. Til að sporna við þessu var ráðist í átakið Inspired by Iceland, en yfir áttatíu fyrirtæki tóku þátt í því, ásamt ríki og Reykjavíkurborg. Ríkisstjórnin setti 350 milljónir króna í verkefnið, en afgangurinn kom frá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. Þremur mánuðum eftir að átakið hófst hafði ferðamönnum fjölgað um 0,6 prósent miðað við sama tíma árið áður. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra gesta árið 2010 tæplega 495 þúsund og er um að ræða 0,2 prósenta aukningu frá 2009 en þá voru erlendir gestir 494 þúsund talsins. Alls komu 108.855 fleiri ferðamenn til landsins árið 2010 en spár um samdrátt höfðu gert ráð fyrir. Það þýðir að í krónum talið komu 33,8 milljarðar aukalega inn í íslenskt efnahagslíf árið 2010. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu, segir þetta ánægjulega niðurstöðu. Hún bendir á að ferðaþjónustan hafi áhrif á allt samfélagið og samstillt markaðsátak sé nauðsynlegt. „Við erum í gríðarlega harðri samkeppni við hin löndin og verðum að nýta þann slagkraft sem tal um Ísland hefur núna.“ Á næstu dögum fer af stað nýtt markaðsátak, Ísland allt árið. Því er ætlað að fjölga ferðamönnum utan háannatímans. Ríkisstjórnin setur 300 milljónir í verkið og reiknað er með sömu upphæð frá einkaaðilum. Inga Hlín segir að það átak muni byggja á sama vörumerki og Inspired by Iceland. Um hreina viðbót við hefðbundið markaðsstarf sé að ræða.- kóp Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Markaðsherferðin Inspired by Iceland er talin hafa skilað 33,8 milljörðum króna í tekjur. Alls fóru 700 milljónir króna í átakið, en það er talið hafa skilað sér tæplega fimmtíufalt til baka. Þetta má lesa í skýrslu um átakið sem gerð verður heyrinkunn í dag. Búist var við tíu prósenta fjölgun ferðamanna árið 2010, en eldgosið í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn. Ferðamenn í apríl voru 17 prósentum færri en í sama mánuði árið 2009 og spár gerðu ráð fyrir 22 prósenta samdrætti í ferðaþjónustu yfir sumarið, háannatímann. Til að sporna við þessu var ráðist í átakið Inspired by Iceland, en yfir áttatíu fyrirtæki tóku þátt í því, ásamt ríki og Reykjavíkurborg. Ríkisstjórnin setti 350 milljónir króna í verkefnið, en afgangurinn kom frá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. Þremur mánuðum eftir að átakið hófst hafði ferðamönnum fjölgað um 0,6 prósent miðað við sama tíma árið áður. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu var heildarfjöldi erlendra gesta árið 2010 tæplega 495 þúsund og er um að ræða 0,2 prósenta aukningu frá 2009 en þá voru erlendir gestir 494 þúsund talsins. Alls komu 108.855 fleiri ferðamenn til landsins árið 2010 en spár um samdrátt höfðu gert ráð fyrir. Það þýðir að í krónum talið komu 33,8 milljarðar aukalega inn í íslenskt efnahagslíf árið 2010. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu, segir þetta ánægjulega niðurstöðu. Hún bendir á að ferðaþjónustan hafi áhrif á allt samfélagið og samstillt markaðsátak sé nauðsynlegt. „Við erum í gríðarlega harðri samkeppni við hin löndin og verðum að nýta þann slagkraft sem tal um Ísland hefur núna.“ Á næstu dögum fer af stað nýtt markaðsátak, Ísland allt árið. Því er ætlað að fjölga ferðamönnum utan háannatímans. Ríkisstjórnin setur 300 milljónir í verkið og reiknað er með sömu upphæð frá einkaaðilum. Inga Hlín segir að það átak muni byggja á sama vörumerki og Inspired by Iceland. Um hreina viðbót við hefðbundið markaðsstarf sé að ræða.- kóp
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira