Misnotaði markaðsráðandi stöðu sína - 60 milljónir í sekt 20. september 2011 11:14 Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að í umræddu tilboði Símans fólst að nýjum viðskiptavinum í gagnaflutnings-þjónustu, þar sem 3G netlykill er notaður, var boðinn frír 3G netlykill og frí áskrift að þjónustunni í allt að þrjá mánuði gegn bindingu í viðskiptum í sex mánuði. Það var fjarskiptafyrirtækið Nova sem kvartaði yfir tilboðinu og tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun 2. júlí 2009, þar sem Símanum var bannað að bjóða umrætt tilboð. 16. febrúar á þessu ári var endanlega ákvörðun tekin og kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi verið með markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Jafnframt er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hafi misnotaði þá stöðu sína með undirverðlagningu í framangreindu tilboði. Í undirverðlagningu felst í aðalatriðum að markaðsráðandi fyrirtæki selur vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði. „Markaðsráðandi fyrirtækjum er heimilt að mæta samkeppni af afli, með hliðsjón af hagrænum aðstæðum hverju sinni, og ná skyldur markaðsráðandi fyrirtækja ekki til þess að hlífa keppinautum á viðkomandi markaði sem ekki geta staðist eðlilega samkeppni. Markaðsráðandi fyrirtækjum er hins vegar óheimilt að grípa til aðgerða sem fela í sér undirverðlagningu. Ef markaðsráðandi fyrirtæki mætir þannig samkeppni með verðlækkun sem ekki byggir á rekstrarlegri frammistöðu getur það gert það að verkum að skilvirk fyrirtæki, sem hafa ekki nægilegan fjárhagsstyrk til þess að standa af sér slíkt verðstríð, hrökklist af markaðnum þannig að dragi úr samkeppni á honum. Jafnvel þótt neytendur njóti þess til skamms tíma að fá vöru eða þjónustu á mjög lágu verði getur óeðlileg verðlækkun markaðsráðandi fyrirtækis valdið alvarlegri röskun á samkeppni til lengra tíma litið og skaðað þannig hagsmuni neytenda. Háttsemi Símans fólst í aðgerðum sem ekki gátu talist til eðlilegrar samkeppni í skilningi samkeppnislaga og er. Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt," segir ennfremur í tilkynningunni.Nánar er hægt að sjá úrskurð Samkeppniseftirlitsins hér. Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt. Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að í umræddu tilboði Símans fólst að nýjum viðskiptavinum í gagnaflutnings-þjónustu, þar sem 3G netlykill er notaður, var boðinn frír 3G netlykill og frí áskrift að þjónustunni í allt að þrjá mánuði gegn bindingu í viðskiptum í sex mánuði. Það var fjarskiptafyrirtækið Nova sem kvartaði yfir tilboðinu og tók Samkeppniseftirlitið bráðabirgðaákvörðun 2. júlí 2009, þar sem Símanum var bannað að bjóða umrætt tilboð. 16. febrúar á þessu ári var endanlega ákvörðun tekin og kemst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi verið með markaðsráðandi stöðu á viðkomandi markaði. Jafnframt er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að Síminn hafi misnotaði þá stöðu sína með undirverðlagningu í framangreindu tilboði. Í undirverðlagningu felst í aðalatriðum að markaðsráðandi fyrirtæki selur vöru eða þjónustu undir kostnaðarverði. „Markaðsráðandi fyrirtækjum er heimilt að mæta samkeppni af afli, með hliðsjón af hagrænum aðstæðum hverju sinni, og ná skyldur markaðsráðandi fyrirtækja ekki til þess að hlífa keppinautum á viðkomandi markaði sem ekki geta staðist eðlilega samkeppni. Markaðsráðandi fyrirtækjum er hins vegar óheimilt að grípa til aðgerða sem fela í sér undirverðlagningu. Ef markaðsráðandi fyrirtæki mætir þannig samkeppni með verðlækkun sem ekki byggir á rekstrarlegri frammistöðu getur það gert það að verkum að skilvirk fyrirtæki, sem hafa ekki nægilegan fjárhagsstyrk til þess að standa af sér slíkt verðstríð, hrökklist af markaðnum þannig að dragi úr samkeppni á honum. Jafnvel þótt neytendur njóti þess til skamms tíma að fá vöru eða þjónustu á mjög lágu verði getur óeðlileg verðlækkun markaðsráðandi fyrirtækis valdið alvarlegri röskun á samkeppni til lengra tíma litið og skaðað þannig hagsmuni neytenda. Háttsemi Símans fólst í aðgerðum sem ekki gátu talist til eðlilegrar samkeppni í skilningi samkeppnislaga og er. Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt," segir ennfremur í tilkynningunni.Nánar er hægt að sjá úrskurð Samkeppniseftirlitsins hér.
Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira