Viðskipti innlent

Spáir minna atvinnuleysi - samt hátt í sögulegu samhengi

Íslandsbanki.
Íslandsbanki.
Alls fóru 940 fyrirtæki á hausinn fyrstu sjö mánuði ársins samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka, en það er litlu minna en á síðasta ári þegar 982 fóru á hausinn.

Þetta bendir meðal annars til þess að þrátt fyrir að að flest benda til þess að skráð atvinnuleysi verði nokkuð minna í ár en það var í fyrra, er ljóst að aðstæður á vinnumarkaði hér á landi eru enn afar erfiðar.

Eins og Íslandsbanki hefur áður fjallað um þá var hækkun á launum í kjarasamningum í vor ekki í takti við aðstæður á vinnumarkaði, auk þess sem fjárhagsleg staða og rekstrarumhverfi margra fyrirtækja er enn afar erfitt.

Þrátt fyrir að skráð atvinnuleysi verði minna í ár en í fyrra er það engu að síður enn afar hátt í sögulegu samhengi.

Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hefur atvinnuleysi verið að meðaltali um 7,7% á fyrstu átta mánuðum ársins og má reikna með að það verði um 7,4% á árinu í heild.

Á fyrstu átta mánuðunum í fyrra mældist það að meðaltali um 8,4% en á árinu í heild var það 8,1%.

Greiningadeild Íslandsbanka telur þó nokkuð víst að spá Seðlabankans, sem kom út í ágúst síðastliðnum, komi ekki til með að rætast, það er að segja að atvinnuleysið verði um 7,1% á árinu.

Greiningadeild Íslandsbanka bendir á að í ágúst síðastliðnum mældist skráð atvinnuleysi 6,7% og má reikna með að það verði á bilinu 6,5%-6,8% í september og aukist svo þegar líður á haustið.

Ef spá seðlabankamanna ætti að rætast þá yrði atvinnuleysi að vera að meðaltali um 6,1% í mánuði hverjum það sem eftir lifir af árinu, „og er nokkuð ljóst þeir hafi gerst nokkuð of bjartsýnir með þá stöðu mála," segir svo í morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×