Viðskipti innlent

Marel verðlaunað fyrir framúrskarandi tækjabúnað

Sigsteinn P.Grétarsson, forstjóri Marel ehf., veitti verðlaununum viðtöku.
Sigsteinn P.Grétarsson, forstjóri Marel ehf., veitti verðlaununum viðtöku.
Marel hlaut í dag verðlaun sem „framúrskarandi framleiðandi tækjabúnaðar á heildina litið“  þegar íslensku sjávarútvegsverðlaunin voru afhent í Gerðarsafni í Kópavogi. Sigsteinn P.Grétarsson, forstjóri Marel ehf., veitti verðlaununum viðtöku.

Í tilkynningu frá Marel segir að þetta hafi verið í fimmta sinn sem verðlaunin eru veitt í tengslum við íslensku sjávarútvegssýninguna, sem nú haldin er í Fífunni í Kópavogi.

Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og einstaklingum sem þykja hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegs, bæði á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, svo sem í fiskveiðum, útgerð, fiskvinnslu og framleiðslu tækjabúnaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×