Fleiri fréttir

Birgir Jónsson ráðinn forstjóri Iceland Express

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn forstjóri Iceland Express eftir að samkomulag var gert milli félagsins og Matthíasar Imsland um starfslok hans hjá félaginu samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

Samningur upp á 30 þúsund bækur

Bókaútgáfan Crymogea hefur gert samning við National Geographic Deutschland um framleiðslu á röð ferðabóka um Norðurlönd. Bókaröðin heitir 22 places you absolutely must see.

Sala á nautakjöti aukist um tæplega 21 prósent

Sala á nautakjöti í ágúst síðastliðnum var 20,6 prósent meiri en á sama tíma í fyrra en þetta kemur fram í nýjum framleiðslu- og sölutölum sem Bændasamtökin hafa látið taka saman.

Salan á Iceland: Óróinn á mörkuðum gæti sett strik í reikninginn

Ráðgert er að hefja formlegt söluferli á hlutum skilanefnda Landsbankans og Glitnis í Iceland keðjunni í næstu viku þegar mögulegir kaupendur fá send gögn með ítarlegum upplýsingum um málið. Í blaðinu Sunday Times er því þó haldið fram að salan gæti tafist vegna óróans á fjármálamörkuðum en blaðið segir, án þess að geta heimilda, að stórbankarnir Bank of America, Merrill Lynch og UBS, sem hafa verið íslensku bönkunum til ráðgjafar, geti ekki tryggt hugsanlegum kaupendum lánsfé.

Jarðvarmaklasinn vekur athygli ytra

Fyrirsjáanlegt er að starfsfólk skorti í ýmsum greinum jarðvarmanýtingar á næstu árum. Horft er fram á að nýtingin fari úr 4.500 gígavattstundum nú í tólf þúsund á næstu fimmtán árum. Af þessum sökum verður að leita leiða til að efla nýliðun í greinum sem tengjast jarðvarmanýtingu og auka áhuga ungs fólks á tæknigreinum allt upp í háskóla.

Heimilt að framlengja gjaldeyrishöftin til 2013

Alþingi hefur veitt Seðlabanka Íslands heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hugmyndir um að afnema höftin í dag vera glapræði.

Róbert Wessman segir forstjóra Bosnalijek hafa beðið um mútugreiðslu

Stjórnendur bosníska lyfjafyrirtækisins Bosnalijek segja að að Alvogen, lyfjafyrirtæki Róberts Wessman, hafi ætlað að beita ólöglegum aðferðum við að fjárfesta í félaginu. Róbert vísar þessu á bug og segir að forstjórinn hafi óskað eftir mútugreiðslum til að liðka fyrir kaupunum en hann segir spillinguna allsráðandi í Bosníu- og Hersegóvínu.

Orkuveitan getur ekki útvegað rafmagn

Viðræðum um kísilverksmiðju í Þorlákshöfn hefur verið hætt þar sem Orkuveita Reykjavíkur getur ekki útvegað rafmagn. Félaginu Thorsil hefur í staðinn verið boðið að keppa við önnur fyrirtæki um orkuna í Þingeyjarsýslum.

Express eykur markaðshlutdeild í Bretlandi

Iceland Express hefur aukið hlutdeild sína í flutningi farþega frá Lundúnum til Íslands og frá Bretlandi almennt. Í ágúst síðastliðnum flutti Iceland Express um 49 prósent farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, en sambærilegar tölur fyrir maí voru tæplega 34%, í júní var hlutfallið 41% og í júlímánuði flutti félagið 45 prósent allra farþega frá Lundúnum til Keflavíkur, segir í tilkynningu frá Iceland Express sem vísar í tölur frá bresku flugmálastjórninni. Það sem af er ári er hlutdeild Iceland Express í farþegaflutningum frá Bretlandi almennt til Keflavíkur 45 prósent.

Kynbundin launamunur enn 10%

Kynbundinn launamunur hefur haldist óbreyttur síðastliðin þrjú ár og er um 10%. VR ætlar að ráðast í sérstakt átak til þess að útrýma þessum mun.

Exista verður Klakki

Á hluthafafundi í Exista sem haldinn var í dag var ákveðið að breyta nafni félagsins og heitir það nú Klakki ehf. Með nafnbreytingunni er verið að leggja áherslu á nýtt eignarhald og hlutverk félagsins.

Markaðir taka við sér

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í nótt vegna væntinga fjárfesta um að skuldakreppunni í Evrópu fari að linna. Í japan hækkaði Nikkei vísitalan um tvö prósent. Í Suður-Kóreu fór aðalvísitalan upp um 3,5 prósent og í Ástralíu fór ASX vísitalan upp um tvö prósent.

Nýr yfirmaður framkvæmdasviðs

Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri nýstofnaðs framkvæmdasviðs Landsvirkjunar. Pálmar hefur undanfarin sex ár starfað sem framkvæmdastjóri millilandasviðs og staðgengill forstjóra hjá Samskipum hf. Frá árinu 1998 hefur hann gegnt ýmsum störfum hjá Samskipum.

Spá 25 punkta hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Arion banka telur að meirihluti peningastefnunefndar muni hækka stýrivexti um 25 punkta á næsta fundi sem verður 21. september næstkomandi. Það yrði þá önnur hækkunin í röð því að stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta í ágúst. Arion segir að þar með hafi Seðlabanki Íslands stimplað sig inn sem eins konar eyland þar sem seðlabankar annarra landa hafi tekið aðra stefnu og látið staðar numið með vaxtahækkanir á meðan óvissa ríkir á alþjóðamörkuðum.

Veltan eykst hjá Skýrr

Velta Skýrr-samstæðunnar var liðlega 12,3 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2011. Á sama tíma í fyrra nam veltan 11,3 milljörðum og er því um tekjuvöxt upp á tíu prósent að ræða á milli ára. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlanir fyrir árið 2011 geri ráð fyrir veltu upp á 24 milljarða króna og að EBITDA framlegð verði um 1,4 milljarðar króna. Eigið fé í lok júní 2011 nam 3,5 milljörðum króna.

Starfsmaður UBS tapar 250 milljörðum í óheimilum viðskiptum

Svissneski stórbankinn UBS tilkynnti um það í morgun að upp hafi komist um óheimil viðskipti eins starfsmanns bankans. Bankinn telur sig hafa tapað um 250 milljörðum króna á manninum og varar hann við því að þetta gæti þýtt að bankinn komi út í tapi á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Hlutabréf í bankanum lækkuðu um sjö prósent á mörkuðum í morgun þegar greint var frá málinu.

Landsbankinn með stærstan hlut

Landsbankinn og Íslandsbanki eru með stærsta hlutdeild útlána til heimila samkvæmt samantekt á markaðshlutdeild íslensku viðskiptabankanna sem Samkeppniseftirlitið hefur birt.

Landsbankinn "stútfullur af peningum" og vill lána meira

Landsbankinn hagnaðist meira á fyrri helmingi ársins en hinir stóru bankarnir samanlagt. Bankinn á mikið laust fé og vill lána meira en skortur á fjárfestingum í íslensku atvinnulífi stendur því fyrir þrifum.

Alcoa ætlar að endurmeta áform um álver við Húsavík

Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis.

Landsbankinn hagnaðist um 24,4 milljarða

Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins. Steinþór Pálsson, bankastjóri, segir stærstan hluta hagnaðarins skýrast af gengisbreytingum á hlutafé og sölu eigna. Hlutabréf í eigu Horns hf., sem er dótturfélag bankans, nam til að mynda 9 milljörðum króna.

Tvær milljónir farþega árið 2012 - flogið til Denver

Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Denver í Colorado frá og með 10. maí á næsta ári. Flogið verður fjórum sinnum í viku allt árið. Af því tilefni var haldinn blaðamannafundur á alþjóðaflugvellinum í Denver í morgun til að tilkynna um áætlunarflugið.

Aflinn 20% minni en í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði var 20,3% minni en í ágúst í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 1,0% miðað við sama tímabil í fyrra. Aflinn nam alls 110.087 tonnum í ágúst síðastliðnum samanborið við 116.178 tonn í ágúst í fyrra.

Bóla á leigumarkaði að dala

Líf hefur færst yfir fasteignamarkaðinn. Ekki eru vísbendingar um að aukna veltu megi rekja til þess að fjárfestar séu að kaupa íbúðir til að leigja út. Þvert á móti hefur leiguíbúðamarkaðurinn verið að dragast saman.

Ætla ekki að segja upp starfsmönnum

Íslandsbanki hagnaðist um átta milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sérkennilegar aðstæður í hagkerfinu sníða bankanum þröngan stakk. Launahækkanir hafa keyrt upp kostnað við rekstur.

Betri skil á ársreikningum

Mun fleiri fyrirtæki skila ársreikningum á réttum tíma nú en fyrir fimm árum síða. Þetta sýna nýjar tölur frá CreditInfo. Samkvæmt þeirra tölum var hlutfall þeirra sem skiluðu á réttum tíma 12,8% á árinu 2006 en hafði hækkað í 22,5% á síðasta ári. Skil á ársreikningum milli áranna 2009 og 2010 hækkaði um 4,8% og er fjöldi skilaskyldra félaga nánast sá sami á milli ára.

Segja minnisblað til ráðherra vera rangt

Norðurál segir rangt að aðeins hafi verið viðræður í gangi við Magma um kaup á HS Orku, eins og fullyrt er í minnisblaði til ráðherra. Höfundur minnisblaðsins segir pólitíska andstöðu hafa verið gegn eign orkukaupanda á orkufyrirtæki.

Seldu 600 kíló á þremur dögum

Fyrsta pöntun af íslenska neftóbakinu Lundi sem kom nýlega á markað seldist upp á þremur dögum en í henni voru um 600 kíló af tóbaki. Framkvæmdastjórinn segir að salan hafi gengið vonum framar.

Æðstu stjórnendur sluppu við uppsagnir

Þeir 57 starfsmenn Arion banka sem sagt var upp voru starfandi á öllum sviðum bankans, segir Iða Brá Benediktsdóttir forstöðumaður á samskiptasviði bankans. Hún segir að flestir þeirra hafi verið starfandi á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði.

Fimmtíu og sjö sagt upp hjá Arion

Fimmtíu og sjö starfsmönnum Arion banka var í dag sagt upp störfum. Í tilkynningu frá bankanum segir að þrjátíu og átta þeirra séu úr höfuðstöðvum bankans en nítján á öðrum starfsstöðvum. Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um uppsagnirnar en bankinn segir þær vera lið í hagræðingaferli sem staðið hafi yfir allt frá stofnun bankans eftir hrun. Forsvarsmenn bankans segjast harma aðgerðirnar en að ljóst megi vera að rekstur íslenska fjármálakerfisins sé of kostnaðarsamur. Það eigi einnig við um Arion banka.

Héraðsdómur felldi niður mál gegn Sigurjóni

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í dag að fella niður mál gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Slitastjórn bankans höfðaði málið gegn honum vegna launagreiðslna sem hann fékk skömmu fyrir hrun og krafðist hundruð milljóna af honum. Úrskurðarorð dómara voru lesin upp klukkan hálftvö í dag en úrskurðurinn hefur ekki verið birtur. Slitastjórnin mun þurfa að greiða Sigurjóni 700 þúsund krónur í málskostnað.

Framtakssjóður kaupir í N1 - stefnt að skráningu í kauphöll

Framtakssjóður Íslands hefur keypt 15,8% hlutafjár í verslunar- og þjónustufyrirtækinu N1 af Íslandsbanka hf. og Glitni. Í tilkynningu segir að jafnframt hafi Framtakssjóðurinn gert samkomulag við Íslandsbanka hf. og nokkra aðra aðila, meðal annars lífeyrissjóði sem eiga fyrir hlut í N1, um að leggja hlutabréf sín inn í sameiginlegt félag. „Það félag mun fara með meirihluta hlutafjár í N1 og leiða áfram þróun og uppbyggingu félagsins. Stefnt er að skráningu N1 í kauphöll á árinu 2013,“ segir ennfremur.

Atvinnuleysið um 6,7%

Skráð atvinnuleysi í ágúst síðastliðnum var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í þeim mánuði og fækkaði atvinnulausum um 129 að meðaltali frá júlí. Hlutfallstala atvinnuleysis hækkaði hinsvegar um 0,1 prósentustig vegna árstíðasveiflu í áætluðu vinnuafli.

Reginn skilaði 66 milljóna hagnaði

Hagnaður Regins ehf., dótturfélags Landsbankans, fyrstu 6 mánuði ársins 2011 nam 66 milljónum króna samanborið við 48 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eignasafn félagsins nam um mitt ár í fyrra um 23 milljörðum króna samanborið við 34 milljarða króna um mitt ár nú.

Skuldir ríkisins nema 1800 milljörðum

Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok júní síðastliðins, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Að teknu tilliti til peningalegra eigna var hrein peningaleg eign ríkissjóðs, þ.e. peningalegar eignir umfram skuldir, neikvæð um 686 milljarða króna í lok þessa ársfjórðungs eða sem svarar 42,4% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Til samanburðar var hrein peningaleg eign ríkissjóðs neikvæð um 35,5% af landsframleiðslu á sama ársfjórðungi 2010 og 27,5% á sama ársfjórðungi 2009. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði því um 140 milljarða króna milli 2. ársfjórðungs 2010 og 2011.

Tekjuhallinn 155 milljarðar

Tekjuhalli hins opinbera var 155 milljarðar króna á síðasta ári eða rúmlega 10% af landsframleiðslu, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þetta er svipaður halli og árið 2009. Þessi óhagstæða niðurstaða skýrist fyrst og fremst af miklum samdrætti í tekjum hins opinbera vegna 11% samdráttar í landsframleiðslu árin 2009-2010 á sama tíma og útgjöldin jukust verulega vegna mikillar skuldsetningar og aukins atvinnuleysis.

Kanna grundvöll hópmálsóknar á hendur Björgólfi Thor

Fyrrum hluthafar í Landsbankanum eru hvattir til þess að taka þátt undirbúningi að mögulegri hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fyrrum eiganda bankans. Ólafur Kristinsson lögmaður auglýsir í blöðunum í dag eftir þáttakendum og vitnar hann til lögfræðiálits sem Landslög unnu fyrir fyrrum hluthafa.

Eignir Byrs minnkað um rúma hundrað milljarða

Eignir Byrs hafa minnkað um rúma 100 milljarða á tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Byrs hf., sem reistur var á grunni hins fallna sparisjóðs, sem Viðskiptablaðið fjallar um í dag.

Sjá næstu 50 fréttir