Viðskipti innlent

Skýrr hýsir fyrir Virðingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þeir Gestur G. Gestsson hjá Skýrr og Brynjólfur Þ. Gylfason hjá Virðingu hittust ásamt þeim Karli Jóhanni Gunnarssyni og Davíð Þór Kristjánssyni hjá Skýrr vegna samningsins.
Þeir Gestur G. Gestsson hjá Skýrr og Brynjólfur Þ. Gylfason hjá Virðingu hittust ásamt þeim Karli Jóhanni Gunnarssyni og Davíð Þór Kristjánssyni hjá Skýrr vegna samningsins.
Verðbréfafyrirtækið Virðing hefur samið við Skýrr um heildarlausn í hýsingu, rekstri og útvistun upplýsingatækni. Um er að ræða miðlæga hýsingu með kerfisleiguhögun á öllu tölvuumhverfi, hugbúnaðarlausnum og gögnum Virðingar. Starfsfólk Virðingar mun þannig fá aðgang að eigin vinnuumhverfi, gögnum og hugbúnaði gegnum öfluga gagnatengingu við Skýrr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×