Viðskipti innlent

Gagnrýnir bókhaldsaðferðir fjármálaráðherra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisendurskoðun segist ekki taka afstöðu til framkvæmdanna heldur hvernig farið sé að í bókfærslu.
Ríkisendurskoðun segist ekki taka afstöðu til framkvæmdanna heldur hvernig farið sé að í bókfærslu. Mynd/ Anaton.
Ríkisendurskoðun tekur ekki afstöðu til þeirrar ákvörðunar að ráðast í byggingu hjúkrunar­heimila í níu sveitarfélögum með láni frá Íbúðalánasjóði, eins og ráðgert er. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisendurskoðunar vegna athugasemda Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Kostnaður vegna framkvæmdanna er um níu milljarðar króna. Steingrímur sagði í samtali við RÚV að ekki sé hægt að ráðast í þessar framkvæmdir núna ef það hefði verið gert með láni frá Íbúðalánasjóði. Peningar til verksins væru ekki til.

Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að stofnunin taki hvorki afstöðu til þess hvort ráðist verði í þessar framkvæmdir né heldur til þess hvort rétt sé af ríkinu að fjármagna þær á þann hátt sem fyrirhugað er. Verði sú leið farin sem Ríkisendurskoðun áformar beri stjórnvöldum hins vegar að tryggja að skuld­bindingar ríkisins verði sýndar með réttum hætti í ríkisreikningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×