Hundruð milljóna tap á Skjáeinum ár eftir ár Þorbjörn Þórðarson. skrifar 21. september 2011 18:45 Skjárinn, sem rekur Skjáeinn, tapaði stórum hluta af veltu sinni árin 2007, 2008 og 2009 samkvæmt ársreikningum félagsins og er rekstrarsagan að því er virðist saga samfellds taprekstrar. Skjárinn, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjáeinn er rekinn af móðurfélaginu Skjá Miðlum ehf. en þangað til á síðasta ári var fyrirtækið Já upplýsingaveitur hluti af sama fyrirtæki. Skjá Miðlar eru í eigu Skipta, sem er jafnframt móðurfélag Símans. Afar forvitnilegt er að skoða ársreikninga Skjásins aftur í tímann en fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í mörg ár sem nemur í sumum tilvikum næstum helmingi af veltu fyrirtækisins. Árið 2006, sama ár og Síminn keypti fyrirtækið, skilaði það 153 milljóna króna tapi. Árið 2007 tapaði félagið 339 milljónum króna. Enn og aftur varð tap á rekstrinum árið 2008 þegar félagið skilaði 575 milljóna króna tapi. Og síðasti birti ársreikningurinn er fyrir árið 2009 þegar fyrirtækið tapaði alls 375 milljónum króna en á árinu var hlutafé aukið um milljarð króna sem kom frá eigandanum, Skiptum. Þetta eru því samtals 1,4 milljarðar króna sem fyrirtækið tapaði á fjórum árum. Velta má fyrir sér hvort rekstur Skjásins sé hreinlega niðurgreiddur óbeint af móðurfélaginu Skiptum, en svarið við þeirris purningu er ekki að finna í opinberum gögnum. Hins vegar hafa móðurfélög Skjásins þurft að leggja félaginu til nýtt hlutafé eftir að félagið var keypt af Símanum árið 2006. Þá sést á rekstrartölum móðurfélagsins Skjá miðlum ehf. að það var jákvæð afkoma Já Upplýsingaveitna sem kom í veg fyrir mun stærra rekstrartap þess félags á árinu 2009. Þá má nefna að tekjur Skjásins voru 1,2 milljarðar það ár en dekkuðu aðeins kostnaðarverð seldrar þjónustu. Ekki náðist í Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Skjásins. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, gaf ekki kost á sjónvarpsviðtali en sagði að móðurfélagið Skipti legði á það áherslu á að afkoma Skjásins væri jákvæð. „Mér finnst taprekstur almennt óásættanlegur. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að það verði ekki taprekstur á nokkru fyrirtæki sem ég tengist. Taprekstur gengur ekki til lengri tíma," segir Steinn Logi, sem er með MBA-gráðu frá Columbia-háskóla í New York. Aðspurður segist hann hafa séð rekstrartölur Skjásins fyrir árið 2010 en segist ekki vilja tjá sig um þær að svo stöddu, enda hafi ársreikningurinn ekki verið birtur. „Ég get hins vegar sagt að reksturinn er að batna mjög mikið milli ára." Tekið skal fram að Skjárinn er í beinni samkeppni við 365 miðla ehf. sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Skjárinn, sem rekur Skjáeinn, tapaði stórum hluta af veltu sinni árin 2007, 2008 og 2009 samkvæmt ársreikningum félagsins og er rekstrarsagan að því er virðist saga samfellds taprekstrar. Skjárinn, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjáeinn er rekinn af móðurfélaginu Skjá Miðlum ehf. en þangað til á síðasta ári var fyrirtækið Já upplýsingaveitur hluti af sama fyrirtæki. Skjá Miðlar eru í eigu Skipta, sem er jafnframt móðurfélag Símans. Afar forvitnilegt er að skoða ársreikninga Skjásins aftur í tímann en fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í mörg ár sem nemur í sumum tilvikum næstum helmingi af veltu fyrirtækisins. Árið 2006, sama ár og Síminn keypti fyrirtækið, skilaði það 153 milljóna króna tapi. Árið 2007 tapaði félagið 339 milljónum króna. Enn og aftur varð tap á rekstrinum árið 2008 þegar félagið skilaði 575 milljóna króna tapi. Og síðasti birti ársreikningurinn er fyrir árið 2009 þegar fyrirtækið tapaði alls 375 milljónum króna en á árinu var hlutafé aukið um milljarð króna sem kom frá eigandanum, Skiptum. Þetta eru því samtals 1,4 milljarðar króna sem fyrirtækið tapaði á fjórum árum. Velta má fyrir sér hvort rekstur Skjásins sé hreinlega niðurgreiddur óbeint af móðurfélaginu Skiptum, en svarið við þeirris purningu er ekki að finna í opinberum gögnum. Hins vegar hafa móðurfélög Skjásins þurft að leggja félaginu til nýtt hlutafé eftir að félagið var keypt af Símanum árið 2006. Þá sést á rekstrartölum móðurfélagsins Skjá miðlum ehf. að það var jákvæð afkoma Já Upplýsingaveitna sem kom í veg fyrir mun stærra rekstrartap þess félags á árinu 2009. Þá má nefna að tekjur Skjásins voru 1,2 milljarðar það ár en dekkuðu aðeins kostnaðarverð seldrar þjónustu. Ekki náðist í Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóra Skjásins. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, gaf ekki kost á sjónvarpsviðtali en sagði að móðurfélagið Skipti legði á það áherslu á að afkoma Skjásins væri jákvæð. „Mér finnst taprekstur almennt óásættanlegur. Ég mun að sjálfsögðu beita mér fyrir því að það verði ekki taprekstur á nokkru fyrirtæki sem ég tengist. Taprekstur gengur ekki til lengri tíma," segir Steinn Logi, sem er með MBA-gráðu frá Columbia-háskóla í New York. Aðspurður segist hann hafa séð rekstrartölur Skjásins fyrir árið 2010 en segist ekki vilja tjá sig um þær að svo stöddu, enda hafi ársreikningurinn ekki verið birtur. „Ég get hins vegar sagt að reksturinn er að batna mjög mikið milli ára." Tekið skal fram að Skjárinn er í beinni samkeppni við 365 miðla ehf. sem eiga og reka fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira