Viðskipti innlent

Síminn kærir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

Útibú Símans.
Útibú Símans.
Síminn hefur ákveðið að kæra niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem snýr að 3G netlykla tilboði félagsins á árinu 2009.

Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt.

Síminn fellst ekki á að félagið hafi verið í markaðsráðandi stöðu þegar tilboðið var gert enda var hlutdeild félagsins í 3G gagnaflutningsþjónustu með netlykli um 35 - 40% á meðan hlutdeild  Nova var á sama tíma á bilinu 45-50% og telur Síminn að niðurstaðan sé þ.a.l. óvenjuleg  í  framkvæmd samkeppniseftirlits.

Tilboð Símans fól heldur ekki í sér undirverðlagningu heldur byggðist á eðlilegum viðskiptaforsendum að mati Símans.




Tengdar fréttir

Misnotaði markaðsráðandi stöðu sína - 60 milljónir í sekt

Síminn misnotaði markaðsráðandi stöðu sína sumarið 2009 með tilboði sem fyrirtækið gerði notendum sínum. "3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar," stóð í tilboðinu. Í úrskurði samkeppniseftirlitsins er Símanum gert að greiða 60 milljónir króna í stjórnvaldssekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×