Fleiri fréttir

Reuters: Pólitísk kreppa ofan á þá efnahagslegu

Ísland glímir nú við tvær kreppur, aðra efnahaglega og hina pólitíska eftir að samningaviðræður um Icesave sigldu í strand. Þannig hefst ítarleg umfjöllun á Reuters um stöðu Íslands og birt var um helgina.

Seðlabanka Íslands er ekki tryggt nægilegt sjálfstæði

Sjálfstæði Seðlabanka Íslands gagnvart stjórnvöldum er ekki nægilega tryggt í íslenskri löggjöf. Þetta hefur dregið úr trúverðugleika og virkni peningastefnu íslenskra stjórnvalda, segir greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Bóksala með mesta móti í Perlunni

Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefanda, segir að bóksala á árlega Bókamarkaðnum í Perlunni hafi verið með almesta móti og aðsókn góð þrátt fyrir rysjótt veður.

Farice fær frest til að semja um skuldirnar

Samkomulag það sem Eignarhaldsfélagið Farice og kröfuhafar gerðu í desember hefur verið framlengt til 19. mars n.k. Samkomulagið felur sem fyrr í sér að félagið fær frest til að greiða eða semja um gjaldfallnar afborganir.

Milljarða skuld Finns líklega afskrifuð

Finnur Ingólfsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra, skuldar þrjá komma sjö milljarða króna í gegnum fjárfestingafélag sitt. Eftir því sem næst verður komist eru engar eignir til upp í skuldina.

Uppgjör Landsbanka mun dýrara en hinna

Rekstrarkostnaður skilanefndar og slitastjórnar gamla Landsbankans nam tólf milljörðum króna í fyrra, samkvæmt gögnum sem kynnt voru á kröfuhafafundi bankans í vikunni.

Grunur um innherjasvik

Móðir, systir og mágur Gunnars Gíslasonar, fyrrverandi stjórnarmanns í Spron seldu stofnfjárbréf í sparisjóðnum fyrir tugi milljóna haustið 2006. Málið er hluti af rannsókn efnahagsbrotadeildar á meintum innherjasvikum í Spron.

SS hagnaðist um 412 milljónir króna

Sláturfélag Suðurlands bætti afkomu sína um tæpar 1970 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaðu félagsins nam þá 412 milljónum króna, en félagið tapaði 1555 milljónum árið á undan. Svokölluð EBITDA afkoma var 390 milljónir króna á síðasta ári en 499 milljónir króna árið 2008.

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,4 prósent

Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 3,4 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var einkennandi fyrir daginn, þar sem engin bréf lækkuðu í verði. Hin sem hækkuðu í verði voru hlutabréf Century Aluminum, sem hækkaði um 2,85 prósent og Færeyjabanka, sem hækkaði um 2,04 prósent.

Seðlabankastjóri verður með 400 þúsund í fasta yfirvinnu

Grunnlaun seðlabankastjóra verða 863 þúsund krónur á mánuði samkvæmt úrskurði kjararáðs frá því á mánudaginn. Úrskurðurinn byggir á því að lagabreytingu þess efnis að forsætisráðherra skuli vera launahæsti maður ríkisins. Seðlabankastjóri mun hins vegar fá greiddar 80 einingar á mánuði fyrir yfirvinnu og álag sem fylgir starfinu. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að ein eining jafngildi 5.058 krónum. Því lætur nærri að Seðlabankastjóri muni fá um 400 þúsund krónur greiddar í fasta yfirvinnu á mánuði.

Lyf og heilsa ætlar að leita til dómstóla

„Það er því staðföst trú okkar að dómstólar kveði upp hlutlausan dóm en þangað munum við leita til þess að fá fullnaðarúrskurð í þessu máli," segtir Guðni B. Guðnason, framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu í yfirlýsingu sem hann hefur sent um úrskurð Samkeppniseftirlitsins í dag.

Fasteignakaupum fækkar milli vikna

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 19. febrúar til og með 25. febrúar 2010 var 45. Til samanburðar voru þeir 57 talsins í síðustu viku.

Minnisblað: Buðu 2,5 til 3,5% vexti á Icesave lánið

Samkvæmt minnisblaði frá samninganefnd Íslands í Icesave deilunni bauð samninganefndin Bretum og Hollendingum að vextir af Icesave láninu yrðu á bilinu 2,5 til 3,25% fram til ársins 2016 og síðan 3,5% +a fyrrihluta þess árs þegar afborganir hæfust. Jafnframt vildi nefndin að engir vextir yrðu greiddir fyrr en 2012 af láninu.

Upplýst verði um eignarhald banka og annarra fyrirtækja

Hlutaskrár bæði hlutafélaga og einkahlutafélaga verða öllum opnar og aðgengilegar, nái frumvarp sem þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram á Alþingi. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.

Myndarlegur afgangur hélt krónunni á floti

Myndarlegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á fjórða ársfjórðungi síðasta árs á eflaust talsverðan þátt í því hversu vel krónan hélt sjó á því tímabili þrátt fyrir talsverðar vaxtagreiðslur til útlendinga í desember.

Miklir fjármunir lagðir í rannsóknir á makríl

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa lagt verulega fjármuni í rannsóknir og þróun veiða á makríl á undanförnum árum um leið og þau hafa smám saman verið að ná tökum á veiðum og vinnslu þessarar mikilvægu uppsjávartegundar. Þetta kom fram á fjölsóttri málstofu um um veiðar og vinnslu á makríl sem sjávarútvegsráðuneytið stóð fyrir í vikunni.

Lyf og heilsa sektuð um 130 milljónir fyrir markaðsmisnotkun

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt er í dag er komist að þeirri niðurstöðu að Lyf og heilsa hf. (L&h) hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem höfðu það markmið að hindra að nýr keppinautur í lyfsölu á Akranesi næði fótfestu á markaðnum.

Þjónustujöfnuður jákvæður um tæpa 40 milljarða í fyrra

Samkvæmt bráðabirgðatölum er útflutningur á þjónustu á árinu 2009 280,4 milljarðar kr. en innflutningur á þjónustu 241,1 milljarður. Þjónustujöfnuður við útlönd á árinu 2009 var því jákvæður um 39,3 milljarða kr.

FT: Óttast að Ísland greiði ekki skuldir sínar

Í frétt í blaðinu Financial Times (FT) í dag segir að í kjölfar þess að enginn árangur náðist í Icesave viðræðunum óttist menn nú að Ísland muni ekki greiða skuldir sínar og lendi í greiðslufalli.

Hagar hafa greitt lífeyrissjóðunum 100%

Finnur Árnason forstjóri Haga hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Hagar hafi greitt að fullu þau skuldabréf sem lífeyrissjóðir fjárfestu í. Finnur vill árétta þetta í ljósi ályktunnar Kennarasambands Íslands um að lífeyrissjóðir eigi ekki að fjárfesta hjá þeim aðilum sem hafa valdið þeim skaða.

Skiptastjóri Fons vill fá málverk Pálma aftur

Skiptastjóri Fons hefur fyrir hönd þrotabúsins höfðað mál gegn Pálma Haraldssyni og vill að að sölu á 23 málverkum Pálma til Eignarhaldsfélagins Fengs í desember 2008 fyrir tæpar 15 milljónir verði rift. Skiptastjórinn vill einnig að Pálmi endurgreiði rúmar 9 milljónir fyrir persónuleg útgjöld.

„Erfiðar stundir“ í yfirheyrsluherbergi Glitnis

Slitastjórn Glitnis er með sérstakt yfirheyrsluherbergi til að yfirheyra fyrrverandi starfsmenn og aðra um ýmis vafasöm mál í rekstri Glitnis. Á annan tug manna hefur verið yfirheyrður, allt var tekið upp á myndavél og formaður slitastjórnar neitar því ekki að sumir hafi brostið í grát við skýrslutökur.

Íslandsbanki verður seldur hæstbjóðanda

Enginn þeirra sem eiga stærstu kröfurnar á Glitni vill til frambúðar eiga 95 prósenta hlut í Íslandsbanka. Skilanefnd Glitnis hefur því sett bankann í söluferli og hefur falið svissneska bankanum UBS að vera ráðgefandi við söluna. Bankinn er talinn vera 100 milljarða króna virði.

Telur að milljarða millifærsla til Jóns Ásgeirs hafi verið gjöf

Skiptastjóri Fons telur að milljarða króna millifærsla inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar hafi verið gjöf til hans. Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Fons, segir að um lán hafi verið að ræða til Þú Blásólar í eigu Jóns Ásgeirs. Engin gögn finnast um að féð hafi verið greitt til félagsins.

Gengi hlutabréfa Eik banka rauk upp um 7,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Eik banka í Færeyjum hækkaði um 7,57 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gneig hlutabréfa Marels, sem hækkaði um 4,15 prósent, og Össurar, sem fór upp um 0,30 prósent.

Tæplega 7 milljarða viðskipti með skuldabréf

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 6,9 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 0,9 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 6 milljarða viðskiptum.

LSR tapaði máli gegn Straumi í héraðsdómi

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) tapaði í dag máli gegn Straumi í Héraðsdómi Reykjavíkur. LSR gerði kröfu um að tæplega 300 milljónir kr. sem sjóðurinn átti inni hjá Straumi þegar sá banki komst í þrot yrðu metnar sem forgangskrafa. Á það félst dómarinn ekki.

Orkuveitan vill taka 5 milljarða lán hjá Landsbankanum

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að taka 5 milljarða króna lán frá Landsbanka Íslands. Um er að ræða endurfjármögnun á eldra láni sem er á gjalddaga í mars. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki geta gefið upp vaxtakjör á því láni sem til stendur að taka. Hann segir að gert sé ráð fyrir að lánið verði til 15 ára. Lánið er í íslenskum krónum.

ESB lánar Íslandi rúma 52 milljarða

Evrópusambandið (ESB) hefur samþykkt að lána Íslandi 300 milljónir evra, 52,3 milljarða króna, á fjögurra prósenta föstum vöxtum, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Húsnæðisliður vísitölunnar veldur vandræðum við spár

Undanfarin misseri hefur spágeta vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Fasteignaskrá Íslands birtir dalað umtalsvert og hefur fylgnin frá mánuði til mánaðar verið afar lítil eða nánast engin undanfarið eitt og hálft ár.

Nýju lífi blásið í Ferðamálasamtök höfuðborgarinnar

Gróa Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri hjá Flugfélagi Íslands, var kjörin nýr formaður Ferðamálasamtaka höfuðborgarsvæðisins (FSH) á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Salnum í Kópavogi í gær. Alls mættu um 100 manns á fundinn og var einróma vilji fundarmanna að blása lífi í samtökin sem voru stofnuð árið 1988 enda sé bæði þörf og vilji til samstarfs aðila í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Kannaði sérstaklega fjórðung viðskipta Háskóla Íslands

Ríkisendurskoðun ákvað að kanna sérstaklega, í úrtaki, 21 af 83 viðskiptum sem Háskóli Íslands átti við birgja sína á tímabilinu janúar til október á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um viðskipti ríkisstofnana við 800 birgja.

Ríkisstofnanir virða ekki lög um opinber innkaup

Misbrestur er á því að ríkisstofnanir fylgi ákvæðum laga um útboðsskyldu, verðsamanburð, gagnsæi og jafnræði í opinberum innkaupum. Í nýrri skýrslu bendir Ríkisendurskoðun á leiðir til úrbóta.

Stjórnarformaður Marel fái 700 þúsund í mánaðarlaun

Á aðalfundi Marel sem haldinn verður í upphafi næsta mánaðar verður lögð fram tillaga um að stjórnarlaun vegna ársins 2010 verði óbreytt frá fyrra ári. Því mun stjórnarformaður fá 4.000 evrur eða rétt tæp 700 þúsund kr. á mánuði.

Gjaldþrotum í janúar fjölgaði um 26% milli ára

Í janúar 2010 voru 92 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 73 fyrirtæki í janúar 2009, sem jafngildir rúmlega 26% fjölgun milli ára. Eftir bálkum atvinnugreina voru flest gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Ágætur hagnaður hjá Færeyjabanka í fyrra

Hagnaður Færeyjabanka fyrir skatta nam 135 milljónum danskra kr. eða tæplega 3,2 milljörðum kr, á síðasta ári. Er þetta 34% aukning á hagnaðinum frá árinu áður.

Sjá næstu 50 fréttir