Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Atli Ísleifsson skrifar 17. september 2025 10:28 Heiður Anna Helgadóttir. FS Heiður Anna Helgadóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta. Hún tekur formlega við starfinu í lok nóvember. Í tilkynningu segir að Heiður taki við af Guðrúnu Björnsdóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir 26 ár í starfi. „Heiður Anna hefur starfað hjá Félagsstofnun stúdenta í rúm átta ár, síðast sem þjónustustjóri Stúdentagarða. Hún situr einnig í stjórn NSBO, samstarfs norrænna stúdentagarða. Heiður hefur víðtæka reynslu á sviði þjónustuþróunar og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á starfsemi FS, málefnum stúdenta og háskólasamfélaginu. Heiður er að ljúka MBA námi með áherslu á stefnumótun og sjálfbærni við Porto Business School,“ segir í tilkynningunni. Ótrúlega þakklát Haft er eftir Heiði Önnu að hún sé ótrúlega þakklát fyrir traustið sem stjórn FS hafi sýnt sér og kveðst hún spennt fyrir komandi árum. „Ég hef lifað og hrærst í háskólasamfélaginu síðastliðin 14 ár; sem starfsmaður FS, íbúi Stúdentagarða, nemandi og fulltrúi í hagsmunabaráttu stúdenta. Hjarta mitt slær í takt við stefnu og gildi FS. Ég hef trú á því að með áframhaldandi öflugri forystu geti Félagsstofnun stúdenta haldið áfram að vaxa og dafna. Þá finnst mér brýnt að tilgangur FS, að auka lífsgæði stúdenta, sé ávallt hafður að leiðarljósi og sé lifandi í hugum stúdenta og starfsfólks. Ég hlakka þess vegna mikið til að leggja mitt af mörkum til að leiða Félagsstofnun stúdenta inn í næsta kafla með skýra stefnu, stöðugleika og mannlega nálgun að leiðarljósi.“ Forréttindi Þá er haft eftir Guðrún Björnsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra FS, að þetta hafi verið mikil forréttindi að leiða uppbyggingu FS undanfarin 26 ár. „Vöxtur félagsins hefur verið mikill yfir tímabilið og þakka ég það öllu því frábæra starfsfólki sem FS hefur á að skipa og öllum þeim góðu samstarfsaðilum sem hafa unnið með okkur í þágu stúdenta. Listi samstarfsaðila er langur en ég vil þakka Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbanka Íslands, Arionbanka, HMS, öllum hönnuðum og verktökum ásamt þeim fjölmörgu birgjum sem hafa unnið með okkur í gegnum árin. Gildi FS eru góð og það hefur verið gefandi að koma að uppbyggingu háskólasamfélagsins alls. Ég geng stolt frá borði og afhendi Heiði Önnu keflið og óska henni velfarnaðar í starfi. Starfsfólki FS þakka ég kærlega fyrir samstarfið og óska félaginu velfarnaðar um ókomin ár,“ segir Guðrún. Guðrún drifkraftur að fjölbreyttri uppbyggingu Sömuleiðis er haft eftir Kristófer Má Maronssyni, stjórnarformanni FS, að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Guðrúnu Björnsdóttur fyrir að hafa helgað stórum hluta starfsferils síns í þjónustu við stúdenta. „Undir hennar forystu hefur FS tekið miklum breytingum, vaxið og orðið órjúfanlegur hluti af háskólasamfélaginu. Hún hefur verið drifkraftur að fjölbreyttri uppbyggingu og skapað þann trausta grunn sem starfsemi FS stendur á í dag. Heiður Anna hefur víðtæka þekkingu á starfseminni, mikla ástríðu fyrir háskólasamfélaginu og því verkefni sem FS sinnir innan þess. Hún kemur með ferskar hugmyndir og skýra sýn á hvernig hægt er að bæta þjónustuna enn frekar. Stjórn FS hlakkar til samstarfsins í þeim krefjandi en spennandi verkefnum sem fram undan eru. Við trúum því að undir hennar forystu muni FS halda áfram að þróast og dafna, auka lífsgæði stúdenta og treysta stöðu sína sem einn af burðarásum háskólasamfélagsins,“ segir Kristófer Már. Um Félagsstofnun stúdenta segir að hún sé óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menningar- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti. Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur. Vistaskipti Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Í tilkynningu segir að Heiður taki við af Guðrúnu Björnsdóttur, sem hefur ákveðið að láta af störfum eftir 26 ár í starfi. „Heiður Anna hefur starfað hjá Félagsstofnun stúdenta í rúm átta ár, síðast sem þjónustustjóri Stúdentagarða. Hún situr einnig í stjórn NSBO, samstarfs norrænna stúdentagarða. Heiður hefur víðtæka reynslu á sviði þjónustuþróunar og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á starfsemi FS, málefnum stúdenta og háskólasamfélaginu. Heiður er að ljúka MBA námi með áherslu á stefnumótun og sjálfbærni við Porto Business School,“ segir í tilkynningunni. Ótrúlega þakklát Haft er eftir Heiði Önnu að hún sé ótrúlega þakklát fyrir traustið sem stjórn FS hafi sýnt sér og kveðst hún spennt fyrir komandi árum. „Ég hef lifað og hrærst í háskólasamfélaginu síðastliðin 14 ár; sem starfsmaður FS, íbúi Stúdentagarða, nemandi og fulltrúi í hagsmunabaráttu stúdenta. Hjarta mitt slær í takt við stefnu og gildi FS. Ég hef trú á því að með áframhaldandi öflugri forystu geti Félagsstofnun stúdenta haldið áfram að vaxa og dafna. Þá finnst mér brýnt að tilgangur FS, að auka lífsgæði stúdenta, sé ávallt hafður að leiðarljósi og sé lifandi í hugum stúdenta og starfsfólks. Ég hlakka þess vegna mikið til að leggja mitt af mörkum til að leiða Félagsstofnun stúdenta inn í næsta kafla með skýra stefnu, stöðugleika og mannlega nálgun að leiðarljósi.“ Forréttindi Þá er haft eftir Guðrún Björnsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra FS, að þetta hafi verið mikil forréttindi að leiða uppbyggingu FS undanfarin 26 ár. „Vöxtur félagsins hefur verið mikill yfir tímabilið og þakka ég það öllu því frábæra starfsfólki sem FS hefur á að skipa og öllum þeim góðu samstarfsaðilum sem hafa unnið með okkur í þágu stúdenta. Listi samstarfsaðila er langur en ég vil þakka Háskóla Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbanka Íslands, Arionbanka, HMS, öllum hönnuðum og verktökum ásamt þeim fjölmörgu birgjum sem hafa unnið með okkur í gegnum árin. Gildi FS eru góð og það hefur verið gefandi að koma að uppbyggingu háskólasamfélagsins alls. Ég geng stolt frá borði og afhendi Heiði Önnu keflið og óska henni velfarnaðar í starfi. Starfsfólki FS þakka ég kærlega fyrir samstarfið og óska félaginu velfarnaðar um ókomin ár,“ segir Guðrún. Guðrún drifkraftur að fjölbreyttri uppbyggingu Sömuleiðis er haft eftir Kristófer Má Maronssyni, stjórnarformanni FS, að hann vilji fyrir hönd stjórnar þakka Guðrúnu Björnsdóttur fyrir að hafa helgað stórum hluta starfsferils síns í þjónustu við stúdenta. „Undir hennar forystu hefur FS tekið miklum breytingum, vaxið og orðið órjúfanlegur hluti af háskólasamfélaginu. Hún hefur verið drifkraftur að fjölbreyttri uppbyggingu og skapað þann trausta grunn sem starfsemi FS stendur á í dag. Heiður Anna hefur víðtæka þekkingu á starfseminni, mikla ástríðu fyrir háskólasamfélaginu og því verkefni sem FS sinnir innan þess. Hún kemur með ferskar hugmyndir og skýra sýn á hvernig hægt er að bæta þjónustuna enn frekar. Stjórn FS hlakkar til samstarfsins í þeim krefjandi en spennandi verkefnum sem fram undan eru. Við trúum því að undir hennar forystu muni FS halda áfram að þróast og dafna, auka lífsgæði stúdenta og treysta stöðu sína sem einn af burðarásum háskólasamfélagsins,“ segir Kristófer Már. Um Félagsstofnun stúdenta segir að hún sé óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og menningar- nýsköpunar- og háskólaráðuneyti. Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur.
Vistaskipti Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira