Viðskipti innlent

Orkuveitan vill taka 5 milljarða lán hjá Landsbankanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjörleifur Kvaran segir að lánið sé í íslenskum krónum. Mynd/ Valgarður.
Hjörleifur Kvaran segir að lánið sé í íslenskum krónum. Mynd/ Valgarður.
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að taka 5 milljarða króna lán frá Landsbanka Íslands. Um er að ræða endurfjármögnun á eldra láni sem er á gjalddaga í mars. Hjörleifur Kvaran, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segist ekki geta gefið upp vaxtakjör á því láni sem til stendur að taka. Hann segir að gert sé ráð fyrir að lánið verði til 15 ára. Lánið er í íslenskum krónum.

Lánið var til umræðu á fundi borgarráðs í morgun og var málinu vísað til borgarstjórnar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar létu bóka að þeir hafi kallað eftir sérstöku áhættumati á fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur og áskilja sér rétt til að kalla eftir frekari gögnum fyrir umræðu borgarstjórnar um þessa lántöku.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks svöruðu því til að umrætt áhættumat væri í vinnslu hjá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og það yrði lagt fram í borgarráði. Hvað varði lántökuna þá hafi fjármálastjóri Reykjavíkurborgar lagt til að hún verði samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×