Viðskipti innlent

Skiptastjóri Fons vill fá málverk Pálma aftur

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Skiptastjóri Fons hefur fyrir hönd þrotabúsins höfðað mál gegn Pálma Haraldssyni og vill að að sölu á 23 málverkum Pálma til Eignarhaldsfélagins Fengs í desember 2008 fyrir tæpar 15 milljónir verði rift. Skiptastjórinn vill einnig að Pálmi endurgreiði rúmar 9 milljónir fyrir persónuleg útgjöld.

Skiptastjórinn lagði fram nokkrar stefnur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meðal annars vill hann að fjögurra milljarða arðgreiðslu til Matthews Holding í september 2007 verði rift. Auk Pálma er Jóhannesi Kristinssyni og Einari Þór Sverrissyni stefnt vegna þessa.

Matthews Holding var í eigu Pálma. Skiptastjóri lítur svo á að arðgreiðslan hafi verið ólögmæt og líta verði á hana sem riftanlega gjöf í skilningi laga um gjaldþrotaskipti.

Hótel og leigubílaferðir Pálma

Þá hefur skiptastjórinn farið fram á að Pálmi endurgreiði 80 einkagreiðslur á tímabilinu 16. janúar 2008 til 31. desember 2008 fyrir samtals 9,1 milljón. Úttektirnar eru allt frá hótelgistingum til leigubílaferða.

Málverk eftir Salvador Dali

Við skoðun á bókhaldi þrotabúsins kom í ljós að þann 20. desember 2008 keypti Fengur 23 málverk af Fons. Verkin sem umræðir eru meðal annars eftir Salvador Dali, Jóhannes Kjarval og Gunnlaugur Scheving. Kaupverðið nam tæpum 15 milljónum. Skiptastjórinn fékk Ríkharð Sveinsson til að verðmeta málverkin miðað við verðlag í desember 2008. Samkvæmt matsgerð Ríkharðs, mat hann verðmæti málverkanna samtals á 19 milljónir á verðlagi í desember 2008. Skiptastjórinn vill því að kaupunum verði rift.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×