Fleiri fréttir Launavísitalan hækkar lítillega Launavísitala í janúar 2010 er 366,9 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,1%. 22.2.2010 09:01 Atvinnulausir á Íslandi í minnstri hættu á fátækt Atvinnlausir Íslendingar eru í minnstri hættu á að lenda í fátækt af þjóðum innan ESB/EES. Líkurnar á Íslandi eru taldar 25% en næstir koma atvinnulausir Írar með áhættu upp á 28%. 22.2.2010 08:33 Hagnaður hjá Strandabyggð Gert er ráð fyrir hagnaði á árinu 2010 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar, en hún var samþykkt fyrir skemmstu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Þegar aðalsjóður og B-hluta sjóðir eru teknir saman er gert ráð fyrir tveggja milljóna króna hagnaði. 22.2.2010 06:00 Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is. 22.2.2010 12:15 Íhuga að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur sem geta numið allt að 15 milljörðum króna vegna vanrækslu í starfi. Stjórnin keypti hlutabréf fyrir þá upphæð af þremur stærstu hluthöfum Baugs þegar markaðurinn fyrir bréfin var lítill sem enginn. Sex af sjö stjórnarmönnum Baugs tengdust hluthöfunum þremur. 21.2.2010 18:36 Fjárfestar kæra tvö Landsbankamál til Fjármálaeftirlitsins Fjárfestar hafa óskað þess að Fjármálaeftirlitið rannsaki söluferli tveggja fyrirtækja hjá Landsbankanum. Annars vegar sölu Slippfélagsins og hins vegar söluna á Bílaleigu Flugleiða. 21.2.2010 14:36 Dráttarvextir lækka í 16,5% Dráttarvextir lækka úr 17% í 16,5% 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu um dráttarvexti sem hefur verið birt á vefsíðu Seðlabanka Íslands. 21.2.2010 11:22 Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. 20.2.2010 18:30 HS Veitur töpuðu 255 milljónum á síðasta ári HS Veitur töpuðu 255 milljónum íslenskra króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem hefur verið birtur á vef Kauphallarinnar. 20.2.2010 15:55 Hagar ætla að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur Hagar ætla að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að þeim beri að greiða 300 milljónir í stjórnvaldssekt. 19.2.2010 15:58 Fær tíu daga til þess að greiða 800 milljónir Magnús Þorsteinsson þarf að greiða tæpar átta hundruð milljónir króna fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Hann hefur 10 daga til að greiða skuldina. 19.2.2010 18:40 Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,23 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,23 prósent í Kauphöllinni í dag og matvælavinnsluvélaframleiðandans Marels um 0,64 prósent. Ekkert félag leitaði upp á sama tíma. 19.2.2010 16:45 Forstjórastaða nýs hlutafélags auglýst Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða forstjóra sameinaðas félags Flugstoð og Keflavíkurflugvallar sem stofnað var 29. janúar. Umsóknarfrestur er til 3. mars. 19.2.2010 16:08 Töluverðar hækkanir á skuldabréfamarkaði Töluverðar hækkanir voru á skuldabréfamarkaði í dag. Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 12,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 8,4 milljarða kr. viðskiptum. 19.2.2010 15:45 Héraðsdómur staðfestir 315 milljóna sekt Haga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að 315 milljón kr. stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið hæfileg viðurlög. Er þetta hæsta sekt sem lögð hefur verið á hér landi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 19.2.2010 15:04 Dauft yfir fasteignamarkaðinum en kaupum fjölgar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. febrúar til og með 18. febrúar 2010 var 57. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli og 9 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 1.390 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,4 milljónir króna. 19.2.2010 14:40 Snörp lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs Snörp lækkun varð á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs í dag. Samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar lækkaði álagið um rúma 33 punkta eða tæp 6% og stendur núna í tæpum 534 punktum. 19.2.2010 13:46 Mikilvægt að skattleggja ekki frekar orkunotkun landsmanna „Mikilvægt er að stjórnvöld séu þessa meðvituð og leggi ekki frekari skatta en orðið er á orkunotkun landsmanna," segir í ályktun aðalfundar Samorku sem stendur yfir í dag. 19.2.2010 12:22 Nemendagarðar greiði tæpar 100 milljónir í leigu Nemendagarðarnir á Bifröst þurfa að greiða leigufélaginu Selfelli tæpar eitthundrað milljónir króna fyrir ógreidda leigu. Uppboð á íbúðunum var fyrirhugað í næstu viku. 19.2.2010 12:08 Hörður Arnarsson kjörinn í stjórn Samorku Á aðalfundi Samorku var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kjörinn nýr inn í stjórn samtakanna. Hörður kemur inn í stjórnina í stað Friðriks Sophussonar, forvera síns hjá Landsvirkjun. 19.2.2010 11:50 Gengi krónunnar styrkist því gjaldeyrishöfin halda vel Gengi krónunnar hefur aðeins verið að styrkjast undanfarið. Hefur gengi hennar hækkað um 1,1% frá áramótum gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. 19.2.2010 10:55 Eykt með langlæsta tilboð í kvikmyndhús Egilshallar Eykt ehf. átti langlægst tilboðið í ólokna verkþætti við smíði kvikmyndahúss við Egilshöll. Rúmlega 200 milljónum kr. munaði á tilboði Eyktar og tilboði Ístaks sem átti hæsta tilboðið. 19.2.2010 10:18 Upptaka evru kæmi illa við Íbúðalánasjóð Samkvæmt áliti félags- og tryggingamálaráðuneytisins myndi upptaka evru sem gjaldmiðils koma illa við starfsemi Íbúðalánasjóðs. Hugsanlegt tap sjóðsins myndi nema um 5,5 milljörðum kr. 19.2.2010 09:42 Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2010 er 100,8 stig sem er lækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í mars 2010. 19.2.2010 09:01 Sterkara gengi krónu gæti leitt til lægri stýrivaxta Gengisvísitala krónunnar endaði í 231 stigi í gær og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart evru síðan seint í júlí í fyrra. Evran og erlendir gjaldmiðlar fasttengdir henni í Evrópu mynda í kringum helming gengisvísitölu krónunnar. Þar á meðal er danska krónan. 19.2.2010 00:01 Fyrrum yfirmenn SPRON vinna í þrotabúi sjóðsins Fyrrverandi stjórnarmaður SPRON, sem skuldar Kaupþingi á annað hundrað milljónir króna, og yfirmaður sem átti að hafa eftirlit með áhættu hins gjaldþrota sparisjóðs, vinna báðir í þrotabúi sjóðsins. Slitastjórnin segir þá ekki vanhæfa. 18.2.2010 18:25 Gunnar Helgi nýr formaður bankaráðs Landsbankans Bankasýsla ríkisins hefur skipað þau Gunnar Helga Hálfdanarson, Guðríði Ólafsdóttur, Hauk Halldórsson og Sigríði Hrólfsdóttur sem aðalmenn í bankaráð Landsbanka Íslands (NBI hf.). Gunnar Helgi verður stjórnarformaður bankans. Varamenn skipaðir af Bankasýslu ríkisins eru þau Andri Geir Arinbjarnarson, Guðrún Ragnarsdóttir, Loftur Árnason og Þórdís Ingadóttir. Tók nýtt bankaráð við á aðalfundi bankans fyrir árið 2008 sem haldinn var í dag. 18.2.2010 16:29 Gengi bréfa Bakkavarar hækkaði um 2,56 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,56 prósent í Kauphöllinni í lok dags. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,32 prósent. 18.2.2010 16:19 Tölvuverð viðskipti með óverðtryggð skuldabréf í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 9,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,7 milljarða kr. viðskiptum en GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 8,3 milljarða kr. viðskiptum. 18.2.2010 15:47 Ungir íslenskir námsmenn styrktir um 70 milljónir Áfram verður styrkur til Íslendinga í fjárhagsáætlun norrænu samstarfsráðherranna fyrir næsta ár. Um er að ræða 3 milljónir danskra kr. eða rúmlega 70 milljónir kr. sem varið verður til styrkja unga íslenska námsmenn á Norðurlöndum. 18.2.2010 14:35 FME skipar nefnd til að meta hæfi stjórnarmanna Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna. Nefndin er skipuðr sérfróðum mönnum en þeir eru Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjartsson, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu. 18.2.2010 14:23 Stefán Friðriksson flytur sig til Ísfélags Vestmannaeyja Stefán Friðriksson aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur sagt upp störfum og hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf. Þetta segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 18.2.2010 12:46 Gylfi: Ríkið gæti mótmælt Viðskiptaráðherra segir að ríkið gæti mótmælt of háum launum skilanefndarmanna sem einn af kröfuhöfum bankanna. Hann vill þó ekki fullyrða um að slíkt sé í burðarliðnum. 18.2.2010 12:42 Gjaldeyristekjur af ferðamönnum áætlaðar 155 milljarðar Talið er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hafi numið 155 milljörðum króna í fyrra. Það er liðlega tuttugu prósenta aukning , að teknu tilliti til gegnisþróunar. Álíka margir koma til landsins um Reykjavíkurflugvöll og með Norrænu um Seyðisfjörð. 18.2.2010 12:23 Greining spáði nákvæmlega um verðbólgu í 11-27% tilvika Greining Íslandsbanka hefur spáð nákvæmlega fyrir um verðbólguna á Íslandi í 11% tilvika á síðustu tíu árum. Í 27% tilvika hefur spáin verið í eða undir 0,1 prósentustigi frá hinu raunverulega vísitölugildi. 18.2.2010 10:52 Securitas sett í söluferli JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að sölu á Securitas hf. Á heimsíðu lögmannsstofunnar segir að söluferlinu eigi að ljúka þann 20. mars n.k. 18.2.2010 10:06 Starfsmannalán Kaupþings færð á núlli yfir í Arion Þegar Kaupþing féll námu lánveitingar bankans til 130 starfsmanna hans vegna hlutabréfakaupa 47,3 milljörðum króna. Þau lán voru færð yfir til Arion. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þau hafi verið færð þangað á 0 krónur. 18.2.2010 09:06 Launamunur karla og kvenna hefur minnkað nokkuð Í nýju hagtíðindahefti kemur meðal annars fram að á árunum 2000-2007 eru konur með lægri laun en karlar en hlutfallslegur launamunur hefur lækkað á tímabilinu. Árið 2000 voru konur með 24,8% lægra reglulegt tímakaup en karlar en munurinn var kominn í 15,9% árið 2007. 18.2.2010 09:02 Geir Haarde og krimmar sem strjúka hvítum köttum „Síðasti stjórnmálamaðurinn sem notaði skuldatryggingaálag sem blóraböggul fyrir erfiðleika þjóðar sinnar var Geir Haarde þáverandi forsætisræaðherra Íslands sjö mánuðum áður en hagkerfi landsins hrundi. Hann óskar þess sennilega núna að hafa einbeitt sér meir að grundvallaratriðunum en leit sinni að krimmum sem strjúka hvítum köttum." 18.2.2010 08:37 Seðlabankastjóri í formennsku fyrir eignaumsýslu bankans Seðlabanki Íslands hefur komið á fót sérstöku eignaumsýslufélagi sem ber heitið Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun verða stjórnarformaður þess félags til að byrja með. 18.2.2010 07:46 Atvinnulífið brást fyrir hrun „Þegar atvinnurekendur fengu 2-300-föld árslaun þá var eitthvað að,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1. 18.2.2010 06:00 Starfsfólk skilanefnda fékk 4,3 milljarða í laun Skilanefndir gömlu bankanna greiddu rúma 4,3 milljarða í laun og tengd gjöld á síðasta ári. Launakostnaður var mestur í gamla Landsbankanum, eða 3,4 milljarðar króna. Lægstur var hann í Glitni, eða þrjú hundruð milljónir króna. Hjá skilanefndum bankanna störfuðu um 260 manns í fyrra. Flestir unnu hjá gamla Landsbankanum eða 143. Um helmingur þeirra, eða sjötíu, var hér á landi en 65 í Bretlandi. 18.2.2010 06:00 Vodafone hættir að dreifa erótísku efni Fyrirtækið Vodafone hefur ákveðið að bregðast við vanþóknun notenda. 18.2.2010 06:00 Misdýr uppgjör Í samanburði við uppgjör á erlendum bönkum þykir rekstrarkostnaður íslensku skilanefndanna lágur sem hlutfall af eignum í stýringu. Þeir sem rætt hefur verið við vegna málsins telja að það skrifist á að hér hafi FME tilnefnt marga einstaklinga frá nokkrum lögfræðiskrifstofum og endurskoðendafyrirtækjum í skilanefndir og slitastjórnir, sem greiði þeim laun. Erlendis hafi ákveðin fyrirtæki verið fengin til að stýra uppgjörum fallinna banka. 18.2.2010 05:00 Færri vilja borga Einstaklingar sem ekki tóku þátt í uppsveiflunni heldur lifðu á meðallaunum og eiga íbúðir og bíla sem þarf að greiða af er ekki eins viljugt og áður að greiða reikningana sína. Þetta segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum í pallborði á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær. 18.2.2010 04:15 Sjá næstu 50 fréttir
Launavísitalan hækkar lítillega Launavísitala í janúar 2010 er 366,9 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 3,1%. 22.2.2010 09:01
Atvinnulausir á Íslandi í minnstri hættu á fátækt Atvinnlausir Íslendingar eru í minnstri hættu á að lenda í fátækt af þjóðum innan ESB/EES. Líkurnar á Íslandi eru taldar 25% en næstir koma atvinnulausir Írar með áhættu upp á 28%. 22.2.2010 08:33
Hagnaður hjá Strandabyggð Gert er ráð fyrir hagnaði á árinu 2010 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar, en hún var samþykkt fyrir skemmstu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Þegar aðalsjóður og B-hluta sjóðir eru teknir saman er gert ráð fyrir tveggja milljóna króna hagnaði. 22.2.2010 06:00
Sala Svöfu eins og blaut tuska í andlit almennings Eins og blaut tuska framan í andlitið og argasta mismunun að stjórnarmaður í Landsbankanum hafi selt hlut sinn í peningamarkaðssjóðunum á sama tíma og almenningi var ráðlagt að selja ekki, segir einn forsvarsmanna réttlætis.is. 22.2.2010 12:15
Íhuga að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur sem geta numið allt að 15 milljörðum króna vegna vanrækslu í starfi. Stjórnin keypti hlutabréf fyrir þá upphæð af þremur stærstu hluthöfum Baugs þegar markaðurinn fyrir bréfin var lítill sem enginn. Sex af sjö stjórnarmönnum Baugs tengdust hluthöfunum þremur. 21.2.2010 18:36
Fjárfestar kæra tvö Landsbankamál til Fjármálaeftirlitsins Fjárfestar hafa óskað þess að Fjármálaeftirlitið rannsaki söluferli tveggja fyrirtækja hjá Landsbankanum. Annars vegar sölu Slippfélagsins og hins vegar söluna á Bílaleigu Flugleiða. 21.2.2010 14:36
Dráttarvextir lækka í 16,5% Dráttarvextir lækka úr 17% í 16,5% 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu um dráttarvexti sem hefur verið birt á vefsíðu Seðlabanka Íslands. 21.2.2010 11:22
Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. 20.2.2010 18:30
HS Veitur töpuðu 255 milljónum á síðasta ári HS Veitur töpuðu 255 milljónum íslenskra króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem hefur verið birtur á vef Kauphallarinnar. 20.2.2010 15:55
Hagar ætla að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur Hagar ætla að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að þeim beri að greiða 300 milljónir í stjórnvaldssekt. 19.2.2010 15:58
Fær tíu daga til þess að greiða 800 milljónir Magnús Þorsteinsson þarf að greiða tæpar átta hundruð milljónir króna fyrir ógreiddan skatt af hagnaði við sölu á hlut hans í Samson eignarhaldsfélagi árið 2005. Hann hefur 10 daga til að greiða skuldina. 19.2.2010 18:40
Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,23 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,23 prósent í Kauphöllinni í dag og matvælavinnsluvélaframleiðandans Marels um 0,64 prósent. Ekkert félag leitaði upp á sama tíma. 19.2.2010 16:45
Forstjórastaða nýs hlutafélags auglýst Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða forstjóra sameinaðas félags Flugstoð og Keflavíkurflugvallar sem stofnað var 29. janúar. Umsóknarfrestur er til 3. mars. 19.2.2010 16:08
Töluverðar hækkanir á skuldabréfamarkaði Töluverðar hækkanir voru á skuldabréfamarkaði í dag. Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,5% í dag í 12,1 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,5% í 3,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 8,4 milljarða kr. viðskiptum. 19.2.2010 15:45
Héraðsdómur staðfestir 315 milljóna sekt Haga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að 315 milljón kr. stjórnvaldssekt á hendur Haga hafi verið hæfileg viðurlög. Er þetta hæsta sekt sem lögð hefur verið á hér landi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 19.2.2010 15:04
Dauft yfir fasteignamarkaðinum en kaupum fjölgar Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. febrúar til og með 18. febrúar 2010 var 57. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli og 9 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 1.390 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,4 milljónir króna. 19.2.2010 14:40
Snörp lækkun á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs Snörp lækkun varð á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs í dag. Samkvæmt mælingu CMA gagnaveitunnar lækkaði álagið um rúma 33 punkta eða tæp 6% og stendur núna í tæpum 534 punktum. 19.2.2010 13:46
Mikilvægt að skattleggja ekki frekar orkunotkun landsmanna „Mikilvægt er að stjórnvöld séu þessa meðvituð og leggi ekki frekari skatta en orðið er á orkunotkun landsmanna," segir í ályktun aðalfundar Samorku sem stendur yfir í dag. 19.2.2010 12:22
Nemendagarðar greiði tæpar 100 milljónir í leigu Nemendagarðarnir á Bifröst þurfa að greiða leigufélaginu Selfelli tæpar eitthundrað milljónir króna fyrir ógreidda leigu. Uppboð á íbúðunum var fyrirhugað í næstu viku. 19.2.2010 12:08
Hörður Arnarsson kjörinn í stjórn Samorku Á aðalfundi Samorku var Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, kjörinn nýr inn í stjórn samtakanna. Hörður kemur inn í stjórnina í stað Friðriks Sophussonar, forvera síns hjá Landsvirkjun. 19.2.2010 11:50
Gengi krónunnar styrkist því gjaldeyrishöfin halda vel Gengi krónunnar hefur aðeins verið að styrkjast undanfarið. Hefur gengi hennar hækkað um 1,1% frá áramótum gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. 19.2.2010 10:55
Eykt með langlæsta tilboð í kvikmyndhús Egilshallar Eykt ehf. átti langlægst tilboðið í ólokna verkþætti við smíði kvikmyndahúss við Egilshöll. Rúmlega 200 milljónum kr. munaði á tilboði Eyktar og tilboði Ístaks sem átti hæsta tilboðið. 19.2.2010 10:18
Upptaka evru kæmi illa við Íbúðalánasjóð Samkvæmt áliti félags- og tryggingamálaráðuneytisins myndi upptaka evru sem gjaldmiðils koma illa við starfsemi Íbúðalánasjóðs. Hugsanlegt tap sjóðsins myndi nema um 5,5 milljörðum kr. 19.2.2010 09:42
Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði milli mánaða Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2010 er 100,8 stig sem er lækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í mars 2010. 19.2.2010 09:01
Sterkara gengi krónu gæti leitt til lægri stýrivaxta Gengisvísitala krónunnar endaði í 231 stigi í gær og hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart evru síðan seint í júlí í fyrra. Evran og erlendir gjaldmiðlar fasttengdir henni í Evrópu mynda í kringum helming gengisvísitölu krónunnar. Þar á meðal er danska krónan. 19.2.2010 00:01
Fyrrum yfirmenn SPRON vinna í þrotabúi sjóðsins Fyrrverandi stjórnarmaður SPRON, sem skuldar Kaupþingi á annað hundrað milljónir króna, og yfirmaður sem átti að hafa eftirlit með áhættu hins gjaldþrota sparisjóðs, vinna báðir í þrotabúi sjóðsins. Slitastjórnin segir þá ekki vanhæfa. 18.2.2010 18:25
Gunnar Helgi nýr formaður bankaráðs Landsbankans Bankasýsla ríkisins hefur skipað þau Gunnar Helga Hálfdanarson, Guðríði Ólafsdóttur, Hauk Halldórsson og Sigríði Hrólfsdóttur sem aðalmenn í bankaráð Landsbanka Íslands (NBI hf.). Gunnar Helgi verður stjórnarformaður bankans. Varamenn skipaðir af Bankasýslu ríkisins eru þau Andri Geir Arinbjarnarson, Guðrún Ragnarsdóttir, Loftur Árnason og Þórdís Ingadóttir. Tók nýtt bankaráð við á aðalfundi bankans fyrir árið 2008 sem haldinn var í dag. 18.2.2010 16:29
Gengi bréfa Bakkavarar hækkaði um 2,56 prósent Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,56 prósent í Kauphöllinni í lok dags. Þá hækkaði gengi bréfa Marel um 0,32 prósent. 18.2.2010 16:19
Tölvuverð viðskipti með óverðtryggð skuldabréf í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 9,9 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 1,7 milljarða kr. viðskiptum en GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 8,3 milljarða kr. viðskiptum. 18.2.2010 15:47
Ungir íslenskir námsmenn styrktir um 70 milljónir Áfram verður styrkur til Íslendinga í fjárhagsáætlun norrænu samstarfsráðherranna fyrir næsta ár. Um er að ræða 3 milljónir danskra kr. eða rúmlega 70 milljónir kr. sem varið verður til styrkja unga íslenska námsmenn á Norðurlöndum. 18.2.2010 14:35
FME skipar nefnd til að meta hæfi stjórnarmanna Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett á stofn þriggja manna ráðgjafarnefnd um mat á hæfi stjórnarmanna. Nefndin er skipuðr sérfróðum mönnum en þeir eru Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur sem er formaður, Einar Guðbjartsson, dósent hjá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og Rúnar Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Fjármálaeftirlitinu. 18.2.2010 14:23
Stefán Friðriksson flytur sig til Ísfélags Vestmannaeyja Stefán Friðriksson aðstoðarframkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hefur sagt upp störfum og hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja hf. Þetta segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. 18.2.2010 12:46
Gylfi: Ríkið gæti mótmælt Viðskiptaráðherra segir að ríkið gæti mótmælt of háum launum skilanefndarmanna sem einn af kröfuhöfum bankanna. Hann vill þó ekki fullyrða um að slíkt sé í burðarliðnum. 18.2.2010 12:42
Gjaldeyristekjur af ferðamönnum áætlaðar 155 milljarðar Talið er að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum hafi numið 155 milljörðum króna í fyrra. Það er liðlega tuttugu prósenta aukning , að teknu tilliti til gegnisþróunar. Álíka margir koma til landsins um Reykjavíkurflugvöll og með Norrænu um Seyðisfjörð. 18.2.2010 12:23
Greining spáði nákvæmlega um verðbólgu í 11-27% tilvika Greining Íslandsbanka hefur spáð nákvæmlega fyrir um verðbólguna á Íslandi í 11% tilvika á síðustu tíu árum. Í 27% tilvika hefur spáin verið í eða undir 0,1 prósentustigi frá hinu raunverulega vísitölugildi. 18.2.2010 10:52
Securitas sett í söluferli JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að sölu á Securitas hf. Á heimsíðu lögmannsstofunnar segir að söluferlinu eigi að ljúka þann 20. mars n.k. 18.2.2010 10:06
Starfsmannalán Kaupþings færð á núlli yfir í Arion Þegar Kaupþing féll námu lánveitingar bankans til 130 starfsmanna hans vegna hlutabréfakaupa 47,3 milljörðum króna. Þau lán voru færð yfir til Arion. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að þau hafi verið færð þangað á 0 krónur. 18.2.2010 09:06
Launamunur karla og kvenna hefur minnkað nokkuð Í nýju hagtíðindahefti kemur meðal annars fram að á árunum 2000-2007 eru konur með lægri laun en karlar en hlutfallslegur launamunur hefur lækkað á tímabilinu. Árið 2000 voru konur með 24,8% lægra reglulegt tímakaup en karlar en munurinn var kominn í 15,9% árið 2007. 18.2.2010 09:02
Geir Haarde og krimmar sem strjúka hvítum köttum „Síðasti stjórnmálamaðurinn sem notaði skuldatryggingaálag sem blóraböggul fyrir erfiðleika þjóðar sinnar var Geir Haarde þáverandi forsætisræaðherra Íslands sjö mánuðum áður en hagkerfi landsins hrundi. Hann óskar þess sennilega núna að hafa einbeitt sér meir að grundvallaratriðunum en leit sinni að krimmum sem strjúka hvítum köttum." 18.2.2010 08:37
Seðlabankastjóri í formennsku fyrir eignaumsýslu bankans Seðlabanki Íslands hefur komið á fót sérstöku eignaumsýslufélagi sem ber heitið Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun verða stjórnarformaður þess félags til að byrja með. 18.2.2010 07:46
Atvinnulífið brást fyrir hrun „Þegar atvinnurekendur fengu 2-300-föld árslaun þá var eitthvað að,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1. 18.2.2010 06:00
Starfsfólk skilanefnda fékk 4,3 milljarða í laun Skilanefndir gömlu bankanna greiddu rúma 4,3 milljarða í laun og tengd gjöld á síðasta ári. Launakostnaður var mestur í gamla Landsbankanum, eða 3,4 milljarðar króna. Lægstur var hann í Glitni, eða þrjú hundruð milljónir króna. Hjá skilanefndum bankanna störfuðu um 260 manns í fyrra. Flestir unnu hjá gamla Landsbankanum eða 143. Um helmingur þeirra, eða sjötíu, var hér á landi en 65 í Bretlandi. 18.2.2010 06:00
Vodafone hættir að dreifa erótísku efni Fyrirtækið Vodafone hefur ákveðið að bregðast við vanþóknun notenda. 18.2.2010 06:00
Misdýr uppgjör Í samanburði við uppgjör á erlendum bönkum þykir rekstrarkostnaður íslensku skilanefndanna lágur sem hlutfall af eignum í stýringu. Þeir sem rætt hefur verið við vegna málsins telja að það skrifist á að hér hafi FME tilnefnt marga einstaklinga frá nokkrum lögfræðiskrifstofum og endurskoðendafyrirtækjum í skilanefndir og slitastjórnir, sem greiði þeim laun. Erlendis hafi ákveðin fyrirtæki verið fengin til að stýra uppgjörum fallinna banka. 18.2.2010 05:00
Færri vilja borga Einstaklingar sem ekki tóku þátt í uppsveiflunni heldur lifðu á meðallaunum og eiga íbúðir og bíla sem þarf að greiða af er ekki eins viljugt og áður að greiða reikningana sína. Þetta segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum í pallborði á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær. 18.2.2010 04:15
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur