Tók 80 milljónir út korteri fyrir hrun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 20. febrúar 2010 18:30 Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Svafa Grönfeldt, fyrrverandi stjórnarmaður Landsbankans, tók 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir bankahrun. Hún segist hafa tekið ákvörðunina eftir fall Glitnis og að fjármál hennar séu ekki til sérstakrar rannsóknar. Dr. Svafa Grönfeldt hefur gegnt mörgum ábyrgðastöðum í íslensku viðskiptalífi, t.a.m. var hún aðstoðarforstjóri Actavis Group og ein af eigendum Gallup á Íslandi. Fyrir um þremur árum tók hún við starfi rektors Háskólans í Reykjavík en hætti þar fyrir tæpum mánuði. Árið 2007 tók hún sæti í stjórn Landsbankans og sat þar fram að hruni. Samkvæmt heimildum fréttastofu tók Svafa út 80 milljónir króna út úr peningamarkaðssjóðum bankans rétt fyrir hrun. Mun þetta vera í skýrslunni sem endurskoðunarfyrirtækið Deloitte gerði um starfsemi bankans dagana og vikurnar fyrir hrun sem var send inn til Fjármálaeftirlitsins. Þar mun mál Svöfu hafa verið til skoðunar auk annarra sem gegndu ábyrgðastöðum fyrir bankann og tóku fé út úr sjóðunum rétt fyrir hrun. Heimildarmenn fréttastofu segja að mál er varði peningamarkaðssjóðina séu ekki jafn rakin innherjamál líkt og sala hlutabréfa. Sjóðirnir hafi verið misjafnlega samansettir en í Svöfu tilfelli fjárfesti sjóðurinn ekki í hlutabréfum fjármálastofnana. Í samtali við fréttastofu sagði Svafa að hún hefði selt hluta af eign sinni í peningamarkaðssjóðnum eftir fall Glitnis. Hún hefði tekið þá ákvörðun, líkt og margir aðrir, vegna þess óróa sem yfirtakan á bankanum hafði skapað. Fjármunirnir hefðu ekki verið færðir úr bankanum og við fall hans hefði hún áfram átt eign í sjóðnum og innistæðu á bankabók. Svafa segist hafa vitneskju fyrir því að hennar persónulegu fjármál hafi ekki verið til sérstakrar rannsóknar og ekkert gefi til kynna að svo verði. Hún segir af og frá að þetta sé ástæða þess að hún sagði upp störfum sem rektor HR. Hennar markmiðum varðandi skólann væri náð og því tími til að hverfa til annarra starfa.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira