Viðskipti innlent

Dráttarvextir lækka í 16,5%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands. Mynd/ GVA.
Seðlabanki Íslands. Mynd/ GVA.
Dráttarvextir lækka úr 17% í 16,5% 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu um dráttarvexti sem hefur verið birt á vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Frá 1. mars næstkomandi verða vextir verðtryggðra lána 4,8% og standa því í stað. Vextir af óverðtryggðum lánum verða 8,5% og standa því einnig í stað sem og vextir af skaðabótakröfum sem eru 5,7%. Dráttarvextir verða 16,5% fyrir tímabilið 1. mars til 31. mars 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×