Viðskipti innlent

Atvinnulausir á Íslandi í minnstri hættu á fátækt

Atvinnlausir Íslendingar eru í minnstri hættu á að lenda í fátækt af þjóðum innan ESB/EES. Líkurnar á Íslandi eru taldar 25% en næstir koma atvinnulausir Írar með áhættu upp á 28%.

Til samanburðar má nefna að áhætta atvinnulausra Bretar á að lenda í fátækt er 55% og í Danmörku er áhættan talin 56%.

Þetta eru niðurstöður úr könnun Eurostat, hagdeildar ESB, sem nær yfir árið 2008. Fjallað er um málið á Timesonline en þar segir að Eurostat hafi komist að því að írskur almenningur væri í einna minnstri hættu á að lenda í fátækt vegna hárra atvinnuleysisbóta.

Samkvæmt tölum Eurostat minnkaði fátækt um 2% á Írlandi milli áranna 2007 og 2008. Rúmenína var eina aðra landið þar sem fátækt minnkaði hlutfallslega eins mikið. Í Lettlandi jókst hinsvegar fátætkin um 5%. Aðrar þjóðir í ESB/EES stóðu í stað hvað fátækt varðar.

Ennfremur segir í könnun Eurostat að velferðarkerfi Írlands sé orðið mjög áhrifaríkt. Landið sé komið í hóp þeirra sex Evrópuríkja þar sem áhættan á fátækt hefur minnkað um 50% vegna góðs velferðarkerfis. Hinar þjóðirnar eru Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ungverjaland og Tékkland.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×