Viðskipti innlent

Misdýr uppgjör

Í samanburði við uppgjör á erlendum bönkum þykir rekstrarkostnaður íslensku skilanefndanna lágur sem hlutfall af eignum í stýringu. Þeir sem rætt hefur verið við vegna málsins telja að það skrifist á að hér hafi FME tilnefnt marga einstaklinga frá nokkrum lögfræðiskrifstofum og endurskoðendafyrirtækjum í skilanefndir og slitastjórnir, sem greiði þeim laun. Erlendis hafi ákveðin fyrirtæki verið fengin til að stýra uppgjörum fallinna banka.

Breska endurskoðendaskrifstofan Ernst & Young vinnur við uppgjör Kaup­thing Singer & Friedlander (KSF) í London en Pricewaterhouse­Coopers (PwC) sér um uppgjör bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers í Evrópu.

n Laun skiptastjóra KSF og teymis hans námu 29 milljónum punda frá falli bankans í október 2008 fram til október í fyrra, að því er fram kemur í skýrslu til kröfuhafa. Þetta jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Launakostnaður starfsfólks skiptastjóra nam rúmri 31 milljón punda, eða 6,3 milljörðum króna, á tímabilinu.

Seint í október í fyrra hafði PwC fengið 238 milljónir dala í laun og þóknanir vegna vinnu við uppgjör Lehman Brothers í Evrópu, að því er fram kemur í skýrslu endurskoðendafyrirtækisins. Þetta jafngildir tæpum þrjátíu milljörðum íslenskra króna á þávirði. Um þrjú hundruð manns unnu fyrir PwC við uppgjörið.

n Dæmi eru um að lögfræðiskrifstofur og endurskoðendafyrirtæki hér rukki 25 þúsund krónur fyrir hverja vinnustund skilanefnda og slitastjórna. Samkvæmt skýrslu til kröfuhafa KSF taka bresk fyrirtæki rúm 688 pund á tímann, eða 138 þúsund krónur, fyrir vinnu meðeigenda lögfræðiskrifstofa. Sérfræðingar eru seldir út á 460 pund á tímann og aðrir sérfræðingar á 267 pund. Þetta gera allt upp að 93 þúsund krónum. Aðstoðarfólk er gert út fyrir 158 pund á tímann, jafnvirði 30 þúsund króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×