Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist því gjaldeyrishöfin halda vel

Gengi krónunnar hefur aðeins verið að styrkjast undanfarið. Hefur gengi hennar hækkað um 1,1% frá áramótum gagnvart myntum helstu viðskiptalanda.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að gjaldeyrishöftin hafi haldið vel á þessum tíma. Afgangur er á vöru- og þjónustujöfnuði sem styrkir krónuna og lítið flæði hefur verið á vaxtagreiðslum til útlanda. Auk þess hefur eitthvað verið um beina erlenda fjárfestingu hér á landi sem hjálpar til við að styrkja krónuna.

Hækkunin hefur verið meiri gagnvart evru en dollaranum á þessum tíma. Nemur hækkunin gagnvart evrunni 3,2% en krónan hefur lækkað um 2,7% gagnvart dollaranum. Stendur evran nú í 174,3 krónum en var hún í 179,9 krónum um áramótin. Dollarinn stendur aftur á móti í 128,3 krónum en var í 124,9 krónum um áramótin.

Evran hefur á þessum tíma verið að veikjast vegna fjárhagsstöðu Grikkja og fleiri ríkja innan evrusamstarfsins sem þykir veik um þessar mundir eftir mikinn hallarekstur í undangenginni fjármálakreppu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×