Viðskipti innlent

Dauft yfir fasteignamarkaðinum en kaupum fjölgar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 12. febrúar til og með 18. febrúar 2010 var 57. Þar af voru 48 samningar um eignir í fjölbýli og 9 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 1.390 milljónir króna og meðalupphæð á samning 24,4 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár Íslands. Fjöldi samninga og meðalupphæð nokkuð meiri en verið hefur undanfarnar vikur. Að vísu voru kaupsamningar í síðustu viku töluvert færri en nú eða 35 talsins.

Á vikunum tveimur um og uppúr síðustu mánaðarmótum var fjöldi kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 42 og 48 talsins.

Á sama tíma, það er þessa viku, var 5 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 99 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 54 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 61 milljónir króna og meðalupphæð á samning 15,2 milljónir króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×