Viðskipti innlent

Seðlabankastjóri í formennsku fyrir eignaumsýslu bankans

Seðlabanki Íslands hefur komið á fót sérstöku eignaumsýslufélagi sem ber heitið Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun verða stjórnarformaður þess félags til að byrja með.

Samkvæmt upplýsingum frá bankanum eru eignir Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. ýmsar kröfur og tryggingar sem bankinn fékk frá viðskiptaaðilum sínum vegna dag- og veðlánaviðskipta fyrir bankahrunið haustið 2008.

Meðal trygginga eru verðbréf, útgefin af gömlu fjármálafyrirtækjunum, fasteignabréf og aðrar eignir sem fjármálafyrirtæki lögðu fram í aðdraganda og í kjölfar bankahrunsins.

Undir eignasafnið falla eignir og tryggingar sem fluttar höfðu verið til ríkissjóðs í árslok 2008 en Seðlabankinn hefur nú keypt aftur á bókfærðu verði.

Enn er unnið að útfærslu mála, en nánari grein verður gerð fyrir þessum þáttum í ársskýrslu bankans og á ársfundi hans 25. mars næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×