Íhuga að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 21. febrúar 2010 18:36 Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur sem geta numið allt að 15 milljörðum króna vegna vanrækslu í starfi. Stjórnin keypti hlutabréf fyrir þá upphæð af þremur stærstu hluthöfum Baugs þegar markaðurinn fyrir bréfin var lítill sem enginn. Sex af sjö stjórnarmönnum Baugs tengdust hluthöfunum þremur. Fresturinn til að höfða riftunarmál rann út hjá þrotabúi Baugs á föstudag. Alls hafa fjögur mál verið höfðuð upp á rúma 20 milljarða króna. Fresturinn til að höfða skaðabótamál gegn stjórnendum fyrirtækisins rennur hins vegar ekki út fyrr en í lok árs. Samkvæmt heimildum mun það vera til skoðunar að hefja skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum Baugs. Samkvæmt hlutafélagalögum eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum. Þegar Hagar voru seldir úr Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf sumarið 2008 fóru 15 milljarðar af söluandvirðinu í hlutabréfakaup Baugs í Baugi. Bréfin voru keypt af félögum í eigu þriggja stærstu hluthafanna; Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og Hreini Loftssyni. Allir þessir aðilar áttu sæti í stjórn Baugs á þessum tíma en þeirra að auki voru Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Sylvía Pétursdóttir og Hans Kristian Hustad einnig stjórnarmenn. Þrotabúið skoðar nú hvort að stjórnin hafi ákveðið að kaupa nánast verðlaus hlutabréf af stærstu eigendum þess á yfirverði. Skaðabótakrafan getur numið allt að fimmtán milljörðum króna, þ.e. ef bréfin verða metin verðlaus þegar kaupin áttu sér stað. Allir í stjórninni tengdust félögunum þremur, að undanskildum Hans Kristian. Spurningin hlýtur því að vera sú hverra hagsmuna var stjórnin að gæta þegar hún ákvað að kaupa hlutabréf af félögum í eigu nær allra stjórnarmanna? Samkvæmt heimildum mun skaðabótakrafan á einstaka stjórnarmenn og stjórnendur ráðast af því hversu mikinn fjárhagslegan ávinning þeir höfðu af gjörningnum. Ekki náðist í Hrein né Jón Ásgeir en haft hefur verið eftir honum að það hafi verið helstu kröfuhafar Baugs sem hafi krafist þess að söluandvirðinu var ráðstafað eins og gert var. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Þrotabú Baugs íhugar að krefja fyrrverandi stjórnendur Baugs um skaðabætur sem geta numið allt að 15 milljörðum króna vegna vanrækslu í starfi. Stjórnin keypti hlutabréf fyrir þá upphæð af þremur stærstu hluthöfum Baugs þegar markaðurinn fyrir bréfin var lítill sem enginn. Sex af sjö stjórnarmönnum Baugs tengdust hluthöfunum þremur. Fresturinn til að höfða riftunarmál rann út hjá þrotabúi Baugs á föstudag. Alls hafa fjögur mál verið höfðuð upp á rúma 20 milljarða króna. Fresturinn til að höfða skaðabótamál gegn stjórnendum fyrirtækisins rennur hins vegar ekki út fyrr en í lok árs. Samkvæmt heimildum mun það vera til skoðunar að hefja skaðabótamál gegn fyrrverandi stjórnendum Baugs. Samkvæmt hlutafélagalögum eru stjórnarmenn og framkvæmdastjórar skyldir til að bæta hlutafélagi það tjón sem þeir hafa valdið því í störfum sínum. Þegar Hagar voru seldir úr Baugi til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf sumarið 2008 fóru 15 milljarðar af söluandvirðinu í hlutabréfakaup Baugs í Baugi. Bréfin voru keypt af félögum í eigu þriggja stærstu hluthafanna; Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur og Hreini Loftssyni. Allir þessir aðilar áttu sæti í stjórn Baugs á þessum tíma en þeirra að auki voru Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Sylvía Pétursdóttir og Hans Kristian Hustad einnig stjórnarmenn. Þrotabúið skoðar nú hvort að stjórnin hafi ákveðið að kaupa nánast verðlaus hlutabréf af stærstu eigendum þess á yfirverði. Skaðabótakrafan getur numið allt að fimmtán milljörðum króna, þ.e. ef bréfin verða metin verðlaus þegar kaupin áttu sér stað. Allir í stjórninni tengdust félögunum þremur, að undanskildum Hans Kristian. Spurningin hlýtur því að vera sú hverra hagsmuna var stjórnin að gæta þegar hún ákvað að kaupa hlutabréf af félögum í eigu nær allra stjórnarmanna? Samkvæmt heimildum mun skaðabótakrafan á einstaka stjórnarmenn og stjórnendur ráðast af því hversu mikinn fjárhagslegan ávinning þeir höfðu af gjörningnum. Ekki náðist í Hrein né Jón Ásgeir en haft hefur verið eftir honum að það hafi verið helstu kröfuhafar Baugs sem hafi krafist þess að söluandvirðinu var ráðstafað eins og gert var.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira