Viðskipti innlent

Hagnaður hjá Strandabyggð

Rekstur Strandabyggðar gengur vel og gert er ráð fyrir hagnaði á árinu. mynd/jón jónsson
Rekstur Strandabyggðar gengur vel og gert er ráð fyrir hagnaði á árinu. mynd/jón jónsson
Gert er ráð fyrir hagnaði á árinu 2010 í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar, en hún var samþykkt fyrir skemmstu. Frá þessu er greint á fréttavefnum Strandir.is. Þegar aðalsjóður og B-hluta sjóðir eru teknir saman er gert ráð fyrir tveggja milljóna króna hagnaði.

Gert er ráð fyrir hækkuðum fasteignagjöldum en útsvars- og fasteignaprósentur verða óbreyttar. Önnur þjónustugjöld hækka að meðaltali um 7 prósent. Tekjur sveitarfélagsins eru áætlaðar tæpar 345 milljónir króna. Þá var samþykkt að styrkja hjálparstarf á Haítí um 100 krónur á hvern íbúa sveitarfélagsins.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×