Viðskipti innlent

Forstjórastaða nýs hlutafélags auglýst

Frá stofnfundi félagsins í lok janúar sl.
Frá stofnfundi félagsins í lok janúar sl.
Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða forstjóra sameinaðas félags Flugstoð og Keflavíkurflugvallar sem stofnað var 29. janúar. Umsóknarfrestur er til 3. mars.

Í auglýsingunni kemur fram að forstjóri hafi með höndum yfirstjórn sameinaðs félags og daglega stjórn fyrirtækisins í umboði stjórnar og í samræmi við samþykkta stefnu. Fer forstjóri með yfirumsjón flugleiðsöguþjónustu, flugvallareksturs, tæknimála og stoðstarfsemi og ber ábyrgð á frekari viðskiptaþróun félagsins í samvinnu við framkvæmdastjóra sviða.

Gerð er krafa um háskólapróf í verkfræði, viðskiptum eða lögfræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi. Framhaldsmenntun í viðkomandi greinum er talin æskileg. Gert er krafa um víðtæka reynslu af stjórnun verkefna og starfsmanna. Einnig segir í auglýsingunni að leitað sé eftir kraftmiklum stjórnanda með víðtæka stjórnunarreynslu og framúrskarandi samskiptahæfileika. Hann þurfi að hafa mikinn framkvæmdavilja og metnað fyrir hönd fyrirtækisins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×