Viðskipti innlent

Atvinnulífið brást fyrir hrun

Hermann Guðmundsson Eitthvað brást þegar atvinnurekendur voru með margföld laun venjulegs fólks, segir forstjóri N1. Fréttablaðið/anton
Hermann Guðmundsson Eitthvað brást þegar atvinnurekendur voru með margföld laun venjulegs fólks, segir forstjóri N1. Fréttablaðið/anton

„Þegar atvinnurekendur fengu 2-300-föld árslaun þá var eitthvað að,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri olíufélagsins N1.

Hermann var í pallborði ásamt þeim Svövu Johansen, forstjóra tískuvörukeðjunnar NTC, Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins, Ara Kristni Jónssyni, rektor Háskólans í Reykjavík, og Rakel, sem nefnd er hér að ofan.

Það var Andrés Jónsson almannatengill sem varpaði þeirri spurningu fyrstur fram, hvort atvinnulífið ætti ekki að vera gagnrýnið á sjálft sig úr því sem komið væri. Undir það tóku margir, þar á meðal Hermann. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×