Viðskipti innlent

Eykt með langlæsta tilboð í kvikmyndhús Egilshallar

Eykt ehf. átti langlægst tilboðið í ólokna verkþætti við smíði kvikmyndahúss við Egilshöll. Rúmlega 200 milljónum kr. munaði á tilboði Eyktar og tilboði Ístaks sem átti hæsta tilboðið.

Það er Reginn, fasteignafélag Landsbankans, sem stóð að útboðinu á verkinu í vikunni. Greint er frá málinu á vefasíðu Regins en þar segir að um sé að ræða verkið Egilshöll-kvikmyndahús, en í grundvelli forvals voru valdir fjórir aðilar til að vinna tilboð í verkið. Um er að ræða lokað útboð á hönnun og framkvæmd allra ólokinna verkþátta við kvikmyndahúsið.

Eftirfarandi tilboð bárust (tölur eru m/vsk):

Eykt ehf. aðaltilboð kr. 462.531.051,-

SS Verktakar aðaltilboð kr. 538.699.153,-

SS Verktakar frávikstilboð kr. 498.855.000,-

JÁ Verk aðaltilboð kr. 558.097.338,-

JÁ Verk frávikstilboð kr. 539.678.995,-

Ístak aðaltilboð kr. 664.079.539,-

Ennfremur segir á vefsíðunni að nú standi yfir skýringarviðræður með lægstbjóðendum. Stefnt er að því að ljúka yfirferð tilboða, vali á verktaka og gerð verksamnings innan fjögurra vikna frá opnun tilboða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×