Viðskipti innlent

Ungir íslenskir námsmenn styrktir um 70 milljónir

Áfram verður styrkur til Íslendinga í fjárhagsáætlun norrænu samstarfsráðherranna fyrir næsta ár. Um er að ræða 3 milljónir danskra kr. eða rúmlega 70 milljónir kr. sem varið verður til styrkja unga íslenska námsmenn á Norðurlöndum.

Norrænu samstarfsráðherrarnir samþykktu fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 í dag á fundi þeirra í Vilníus í Litháen. Greint er frá málinu á vefsíðunni norden.org

Fjárhagsáætlunin mun áfram nema 896 milljónum danskra kr. eða um 21 milljarður kr. með breytingum á fjárlagaliðum, meðal annars munu norrænu samstarfsráðherrarnir nú leggja meiri áherslu á afnám stjórnsýsluhindrana. Þremur milljónum danskra kr. verður varið aukalega til verkefnisins og jafnframt var ákveðið að norræni stjórnsýsluhindranavettvangurinn skyldi starfa áfram fram til ársins 2013.

Norræna áætlunun um starfsmannaskipti starfamanna ríkisstofnanna verður endurvakin á næsta ári og verða lagðar 1,5 milljónir danskra króna í hana.

Hnattvæðingarvettvangur Norrænu ráðherranefndarinnar, sem vinnur að eflingu Norðurlanda á alþjóðavettvangi, fær eina milljón danskra kr. til viðbótar við þær 70 sem áður höfðu verið samþykktar.

Ný verkefni verða fjármögnuð með hlutfallslegum niðurskurði á öðrum verkefnum. Norðurlandaráð mun samþykkta endanlega fjárhagsáæltun Norrænu ráðherranefndarinnar á Norðurlandaráðsþinginu í Reykjavík í nóvember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×