Viðskipti innlent

Færri vilja borga

Rakel Sveinsdóttir Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða svo fólk sjái tilgang í að greiða af lánum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo.Fréttablaðið/Stefán
Rakel Sveinsdóttir Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða svo fólk sjái tilgang í að greiða af lánum, segir framkvæmdastjóri Creditinfo.Fréttablaðið/Stefán

Einstaklingar sem ekki tóku þátt í uppsveiflunni heldur lifðu á meðallaunum og eiga íbúðir og bíla sem þarf að greiða af er ekki eins viljugt og áður að greiða reikningana sína. Þetta segir Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo á Íslandi. Hún var á meðal þeirra sem sátu fyrir svörum í pallborði á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær.

„Við finnum fyrir því að vilji fólks til að greiða reikninga fer þverrandi," sagði Rakel. Þetta á við venjulegt launafólk sem hún segir horfa á greiðslubyrði lána snarhækka á sama tíma og laun lækki og kaupmáttur dregst saman. Fólk velti því eðlilega fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að það greiði bólgna reikninga þótt það eigi enga sök á því hvernig komið sé fyrir efnahagslífinu.

Rakel segir mikilvægt að stjórnvöld grípi til einhverra ráða og komi til móts við einstaklinga sem sjái ekki tilganginn með því að greiða lán sín. Hún segir svarið liggja í afskriftum lána og öðrum aðgerðum sem lækki greiðslubyrðina. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×