Viðskipti innlent

Securitas sett í söluferli

JP Lögmönnum hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að sölu á Securitas hf. Á heimsíðu lögmannsstofunnar segir að söluferlinu eigi að ljúka þann 20. mars n.k.

Ennfremur segir að söluferlið, sem hófst formlega með birtingu auglýsingar í dagblöðum þann 18. febrúar, er opið öllum fjárfestum sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum ... um verðbréfaviðskipti. Þar að auki einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fjárfesta sem geta sýnt fram á eiginfjárstöðu sem nemur 300 milljónum króna eða meira eða fjármögnunarvilyrði frá fjármálastofnun sem metið er fullnægjandi af seljanda.

Áskilinn er réttur til þess að takmarka aðgang að söluferlinu í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist félagið, t.a.m. vegna samkeppnisreglna.

Securitas er ein helsta eign þrotabús Fons. Kröfur í þrotabúið nema rúmum 34 milljörðum kr. og er Glitnir stærsti kröfuhafinn með kröfur upp á um 24 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×