Fleiri fréttir

Skuldir vegna Icesave minni en áður hefur verið talið

Tölur um skuldir þjóðarbúsins sýna að skuldir vegna Icesave sem hlutfall af erlendum heildarskuldum þjóðarbúsins eru minni en áður hefur verið talið. Þetta sýna tölur sem Seðlabankinn kynnti fyrir viðskiptanefnd Alþingis fyrir jól. Þar kemur fram að árið 2011 verði mjög erfitt fyrir ríkissjóð en þá mun endurgreiðsla erlendra lána nema rúmlega 1,4 milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að árið 2021 hafi ríkissjóði tekist að greiða niður öll þau erlendu lán sem á honum hvíla í dag.

Framleiðsla japanskra fyrirtækja jókst

Framleiðsla japanskra fyrirtækja jókst níunda mánuðinn í röð í nóvember. Aukningin nam 2,6% frá fyrri mánuði, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þessi aukning var meiri en vænst hafði verið og er ástæðan aukinn útflutningur frá Japan.

Húsnæðisverð mun hækka í Bretlandi

Búist er við því að húsnæðisverð í Bretlandi muni hækka á næsta ári um eitt eða tvö prósent, samkvæmt spám greiningaraðila þar í landi. Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Telegraph. Þá er jafnframt búist við því að sölusamningum muni fjölga í 70 þúsund úr 55 þúsund. Ástæðan fyrir hærra húsnæðisverði er sögð vera húsnæðisskortur á markaðnum. Þrátt fyrir hærra húsnæðisverð er búist við því að bankar verði tregir til að lána og að fjármögnun fyrstu íbúðakaupa verði mörgum erfið.

Þrjátíu yfirheyrslur vegna Exeter-málsins

Þrjátíu yfirheyrslur hafa átt sér stað í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Exeter Holding. Meðal þeirra sem hafa verið yfirheyrðir eru Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka.

Nefndir ráðuneyta hafa kostað 300 milljónir

Nefndir ráðuneytanna hafa kostað tæpar 300 milljónir króna á árinu, jafnmikið og ríkið ver til að reka Kvennaskólann á næsta ári. Dýrust var nefndin sem kannaði aðbúnað barna í Breiðavík, á Kumbaravogi og Bjargi.

Steingrímur vill halda í krónuna - ósammála Mats Josefsson

Fjármálaráðherra segir að reynsla þessa árs hafi sannfært hann enn betur um kosti þess að hafa íslensku krónuna. Hann er enn fullviss um að Íslendingar eigi að standa utan Evrópusambandsins og telur ólíklegt að þjóðin fái samning út úr aðildarviðræðum sem verði svo góður að það verði mikið álitamál.

Stjórnarandstaðan krafðist ekki að trúnaði yrði aflétt

Þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar, Höskuldur Þórhallsson, mótmælir því að það hafi verið að kröfu stjórnarandstöðunnar sem álit lögmannsstofunnar Mischa de Reyja, hafi verið gert opinbert þrátt fyrir viðvaranir stofunnar sjálfrar.

Femínistar fagna dræmri sölu á Barbie dúkkum

„Ég fagna samdrætti í sölu á Barbie dúkkum,“ segir Guðný Gústafsdóttir, talskona femínista, en sala á Barbie dúkkum í Bretlandi hefur dregist saman um 42 prósent á árinu samkvæmt breska blaðinu Guardian. Dúkkan fagnar fimmtugsafmælinu sínu í ár og svo virðist sem plastfegurðin hafi fölnað því Barbie hefur vissulega munað fífil sinn fegurri.

Álit hagstætt Bretum og Hollendingum opinberað þrátt fyrir viðvaranir

Álit bresku lögmannsstofunnar Mischon de Reyja um Icesave, var birt rétt fyrir jól, þrátt fyrir að lögmenn hefðu varar eindregið við því í ljósi þess að það gæti gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram hjá fréttastofu RÚV.

Sex milljarða króna lántaka Reykjavíkurborgar frestast um sinn

Reykjavíkurborg hafnaði öllum tilboðum sem bárust í skuldabréfaútboði sem borgarráð samþykkti að fara í þann 1. desember síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni sem birtist á vef Kauphallarinnar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg telur að ávöxtunarkrafan sé of há.

Jólaverslunin svipuð og árið 2007

Kaupmenn eru ánægðir með jólaverslun þó hún hafi farið rólega af stað. Fólk kaupir ódýrari gjafir en áður og íslensk hönnun er vinsæl. Jólaverslunin fór frekar hægt á stað en hefur tekið við sér eftir því sem nær hefur liðið jólum.

Fitch: Lánshæfismatið óbreytt, horfur áfram neikvæðar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði staðfest langtímaeinkunnir Íslands í erlendum og innlendum gjaldmiðli, BBB- í erlendri mynt, og A- í innlendri mynt og tekið ríkissjóð af gátlista. Horfur eru neikvæðar. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt er staðfest F3 og landseinkunn BBB-.

Skuldastaða sveitarfélaga ekki öfundsverð

Sveitarfélög söfnuðu skuldum af miklum móð í góðærinu og skuldastaða þeirra er ekki öfundsverð. Sjálfstæði þeirra er stjórnarskrárvarið, en frelsinu fylgir ábyrgð og nú er rekstur sumra sveitarfélaga kominn í ógöngur. Samgönguráðuneytið hefur frá árinu 2001 haft heimildir til að grípa í taumana, en látið hjá líða að gera slíkt.

Marel hækkaði um 0,16%

Marel hækkaði um 0,16% í dag í viðskiptum í Kauphöll Íslands sem námu samtals tæpum 16 milljónum króna.

Samdráttur um öll Norðurlönd

Landsframleiðslutölur fyrir þriðja ársfjórðung hafa verið að birtast fyrir Norðurlöndin undanfarna daga og vikur. Í Morgunkorni Íslandsbanka eru þessar tölur teknar saman og sýna þær svo ekki verður um villst að öll þessi hagkerfi hafa verið að takast á við samdrátt og í mörgum tilfellum allverulegan samdrátt á þessu ári.

Mats Josefsson: Hefur ekki trú á smáum gjaldmiðlum

Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna sér ekki hvernig Ísland geti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil til framtíðar. Margt jákvætt fylgi því að hafa stóran gjaldmiðil.

Lánið til IG fimmtungur af eigin fé Landsbankans

Fimmtungur af eigin fé Nýja Landsbankans fór í að lána fyrir kaupum á Icelandic Group. Lánið, sem bankinn lánaði skúffufélagi í eigu tveggja sjávarútvegsfyrirtækja, var upp á 26 milljarða króna. Það var veitt rétt eftir bankahrunið í október 2008 til að kaupa 98 prósent hlut í Icelandic Group.

Skattaskjólin aðeins til feluleikja

Skráning félaga í skattaskjólum hefur varla verið til annars en að fela eitthvað, segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skattasviðs Pricewaterhousecoopers. Hún bendir á að um áramót taki gildi hér á landi nýjar reglur um að framvegis skuli telja fram tekjur sem fólk hefur af svonefndum aflandsfélögum.

Hafnfirðingar samþykktu fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar fyrir árið 2010 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2011-2013 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær. Í tilkynningu frá bænum segir að yfirskrift fjárhagsáætlunarinnar sé: Stöndum áfram vörð um velferð og grunnþjónustu.

Vilja halda Festi áfram í bæjarfélaginu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í gær samhljóða ályktun þar sem mikilvægi þess að hafnfirska fiskvinnslufyrirtækið Festi ehf. verði áfram í bænum. Fyrirtækið er komið í þrot og hefur Landsbankanum verið falið af skiptastjóra þrotabúsins að sjá um söluna á því.

Iceland Express til Winnipeg

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Winnipeg í Kanda næsta sumar. Í tilkynningu frá félaginu segir að flogið verði einu sinni til tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, frá og með júníbyrjun. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 27 og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Farbanni yfir Jóni Þorsteini aflétt

Sérstakur saksóknari fór ekki fram á framlengingu á farbanni yfir Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrum stjórnarformanns Byr en það rann út í gær. Þetta kom fram í seinni fréttatíma RÚV í kvöld.

Fengu ofurlán til þess að rétta stöðu Icelandic Group

Landsbankinn lánaði hlutafélaginu IG ehf. 26 milljarða króna í formi kúluláns skömmu eftir bankahrun til þess að kaupa hluti í Icelandic Group. Veðin eru bréf í félaginu sjálfu. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld.

Sveitarfélög skuldsett fram úr hófi

Sveitarfélög söfnuðu skuldum af miklum móð í góðærinu og skuldastaða þeirra er ekki öfundsverð. Sjálfstæði þeirra er stjórnarskrárvarið, en frelsinu fylgir ábyrgð og nú er rekstur sumra sveitarfélaga kominn í ógöngur. Samgönguráðuneytið hefur frá árinu 2001 haft heimildir til að grípa í taumana, en látið hjá líða að gera slíkt.

Töluverð viðskipti með bréf í Össuri

Føroya Banki hækkaði um 2,34% í dag en það voru einungis ein viðskipti með hluti í félaginu fyrir rúmar 500 þúsund krónur. Össur hækkaði um 0,33% í viðskiptum fyrir samtals 53 milljónir króna.

Skuldabréfaveltan nam 9 milljörðum króna

Heildarvelta skuldabréfa nam tæpum níu milljörðum króna í dag. Þar af voru um 5,5 milljarðar með óverðtryggð ríkisbréf og um 3,2 milljarðar með íbúðabréf.

Frumvarp um tryggingasjóð breytir engu um Icesave

„Breytingar á lögum um Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) sem breyta engu um ábyrgð gagnvart innstæðueigendum Landsbankans og aðeins varða tryggingar innstæðueigenda í öðrum bönkum sem starfandi eru á Íslandi falla því eðli málsins samkvæmt ekki undir ákvæði þessarar greinar."

Segir Icesave-samning óskýran og ósanngjarnan

Breska lögmannsstofan Mishcon de Reya telur að Icesave-samningurnn sé bæði óskýr og ósanngjarn. Stofan telur jafnframt að samningurinn heimili ekki stofnun nýs tryggingarsjóðs innstæðueigenda, en frumvarp þess efnis hefur verið lagt fram á Alþingi. Enginn ágreiningur er þó við Breta og Hollendinga um það, segir viðskiptaráðherra.

Ekkert aðhafst vegna kvörtunar Medine gegn Teymi

Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til aðhafast frekar vegna kvörtunar Medine-Lux S.à.r.l. (Medine) til eftirlitsins. Medine kvartaði yfir viðbrögðum Teymis vegna tilboðs Medine í 51% hluts Teymis í Tali.

Ársverðbólgan mælist 7,5%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7,5% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 11,3%. Um er að ræða töluverða lækkun frá nóvember þegar ársverðbólgan mældist 8,6%.

Kröfuhafar DeCode ósáttir

Kröfuhafar Decode gerðu athugasemdir við söluna á íslenska hluta félagsins við gjaldþrotadómstól í Bandaríkjunum. Að mati þeirra er sala á félaginu einungis innherjum í hag, kaupverðið of lágt og óttast þeir að viðkvæmar upplýsingar úr gagnagrunni verði seldar. Lögmaður Decode, segir í samtali við fréttastofu að dómstóllinn hafi þegar úrskurðað um athugasemdir kröfuhafanna og hafi þeim verið vísað á bug.

Gammavísitalan lækkaði í talsverðum viðskiptum

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði í dag í talsverðum viðskiptum. Nam dagslækkun heildarvísitölu skuldabréfamarkaðarins GAMMA: GBI um -0,51% sem er mesta dagslækkun frá 15. júlí 2009. Verðtryggð skuldabréf, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um -0,58% í 6,2milljarða veltu og óverðtryggð skuldabréf, GAMMAxi: Óverðtryggt, lækkaði um -0,29% í 7milljarða veltu.

Nýir fjárfestar kaupa meirihluta í CAOZ

Títan fjárfestingafélag, Hilmar Gunnarsson og Bru II Venture Capital Fund hafa í sameiningu keypt meirihluta hlutafjár í tölvuteiknimyndafyrirtækinu CAOZ, sem nú vinnur að framleiðslu tölvuteiknimyndarinnar Þór - í Heljargreipum.

Sjá næstu 50 fréttir