Viðskipti innlent

Landanir í Faxaflóahöfnum svipaðar og í fyrra

Landaður afli íslenskra fiskiskipa í höfnum Faxaflóahafna sf er svipaður, tímabilið janúar - nóvember í ár og í fyrra. Í ár nemur aflinn tæplega 109 þúsund tonnum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að minnkun hefur verið um tæp 4 þúsund tonn í Reykjavík en auking um rúm 3 þúsund tonn á Akranesi.

Helsti munur milli ára er í uppsjáfarfiski, en engin löndun hefur verið á loðnu það sem af er árs og engin síld né kolmunni komið á land í Reykjavík.

Mest er aukning í úthafskarfa, þorski og grálúðu en minnkun í karfa/gullkarfa, ufsa og ýsu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×