Viðskipti innlent

Fjöldi fólks sá Bjarnfreðarson um helgina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Pétur Jóhann Sigfússon og Jón Gnarr fara með aðalhlutverk í myndinni ásamt Jörundi Ragnarssyni. Mynd/ Anton.
Pétur Jóhann Sigfússon og Jón Gnarr fara með aðalhlutverk í myndinni ásamt Jörundi Ragnarssyni. Mynd/ Anton.

Uppselt var á 29 sýningar á íslensku myndinni Bjarnfreðarson um helgina en myndin var sýnd í 17 sölum víðsvegar um landið.

Hjá Sambíóunum segja menn að sú mynd sem hingað til hafi þénað mest á frumsýningarhelgi sé mynd númer tvö í röðinni um Harry Potter. Tekjur af henni námu 16,6 milljónum króna. Búist er við því að Bjarnfreðarson muni slá þetta met og ná yfir 17 milljónir á fyrstu þremur dögum sýningar. Sambíóin telja að 17500 gestir sjái myndina á þessum dögum.

Samkvæmt tölum sem Smáís, sem fylgist með fjölda gesta í kvikmyndahúsum, gefur út var aðsóknin á Bjarnfreðarson um helgina, á fyrstu tveimur sýningardögunum, um 11 þúsund gestir og tekjurnar um 13 milljónir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×