Viðskipti innlent

Framleiðsla japanskra fyrirtækja jókst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Almenningur í Japan óttast samdrátt á atvinnumarkaði. Mynd/ AFP
Almenningur í Japan óttast samdrátt á atvinnumarkaði. Mynd/ AFP
Framleiðsla japanskra fyrirtækja jókst níunda mánuðinn í röð í nóvember. Aukningin nam 2,6% frá fyrri mánuði, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þessi aukning var meiri en vænst hafði verið og er ástæðan aukinn útflutningur frá Japan.

Útflutningur frá Japan til annarra Asíuríkja jókst um 4,8% í nóvember frá fyrri mánuði. Þrátt fyrir það er eftirspurn innanlands lítil vegna ótta um samdrátt á atvinnumarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×