Viðskipti innlent

Gammavísitalan lækkaði í talsverðum viðskiptum

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði í dag í talsverðum viðskiptum. Nam dagslækkun heildarvísitölu skuldabréfamarkaðarins GAMMA: GBI um -0,51% sem er mesta dagslækkun frá 15. júlí 2009. Verðtryggð skuldabréf, GAMMAi: Verðtryggt, lækkaði um -0,58% í 6,2milljarða veltu og óverðtryggð skuldabréf, GAMMAxi: Óverðtryggt, lækkaði um -0,29% í 7milljarða veltu.





                                                                 Breytingar              

Vísitala                                         1 dagur    1 vika    1 mánuður

GAMMA: GBI                 176,376 - 0,508%  -0,689%   2,164%

GAMMAi: Verðtryggt     181,490  -0,581%   -0,747%   2,558%

GAMMAxi: Óverðtryggt 155,271  -0,288%   -0,513%   0,970%



Heildarvelta Skuldabréfa: 13,23 ma

Heildarvelta Íbúðabréfa (verðtryggð): 6,19 milljarðar.

Heildarvelta Rikisbréfa (óverðtryggð): 7,05 milljarðar.



Vísitölurnar eru settar 100 þann 1. janúar 2005 og sýna heildarávöxtun helstu skuldabréfa á markaði (Íbúðabréf og Ríkisbréf með viðskiptavakt). Skuldabréfin eru hlutfallsvigtuð miðað við markaðsverðmæti þeirra í hlutfalli af heildarmarkaðsverðmæti bréfa í vísitölunni. Birting ofangreindra upplýsinga er heimil gegn því að heimildar sé getið. Skuldabréfavísitölur GAMMA eru reiknaðar og birtar af GAM Management hf., óháðu og sérhæfðu ráðgjafar- og sjóðastýringarfyrirtæki með starfsleyfi frá FME sem tekur til reksturs verðbréfasjóða og fjárfestingarráðgjafar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×