Femínistar fagna dræmri sölu á Barbie dúkkum 27. desember 2009 14:28 Barbie. „Ég fagna samdrætti í sölu á Barbie dúkkum," segir Guðný Gústafsdóttir, talskona femínista, en sala á Barbie dúkkum í Bretlandi hefur dregist saman um 42 prósent á árinu samkvæmt breska blaðinu Guardian. Dúkkan fagnar fimmtugsafmælinu sínu í ár og svo virðist sem plastfegurðin hafi fölnað því Barbie hefur vissulega munað fífil sinn fegurri. Þá skiptir engu að eigendur Barbie, leikfangafyrirtækið Mattel, hefur splæst í lýtaaðgerðir handa dúkkunni. Nú státar Barbie ekki bara örmjóu mitti og lögulegum línum heldur einnig skarpari kjálka, möndlulegri augu og þrýstnari varir. „Kannski er jafnréttisbaráttan farin að hafa áhrif, það væri allavega óskandi," segir Guðný en Barbie hefur lengi verið þyrnir í augum femínista þar sem dúkkan þykir ekki eingöngu gefa brenglaða mynd af útliti kvenna heldur stendur hún fyrir staðalímynd sem femínistum hugnast alls ekki. Guðný segir að svo virðist sem konan sem kyntákn sé að hopa en sjálf óttast hún að þá verði lögð mun meiri áhersla á ummönnunarþáttum konunnar. „Kreppunni fylgir bakslag í jafnréttisbaráttunni. Nú er lögð meiri áhersla á móðurhlutverkið heldur en kyntáknið," segir Guðný og bætir við að frá eigin reynslu þá sýnist henni eins og það sé meira lagt upp úr dúkkufötum og leikföngum eins og Baby Born heldur en oft áður. Í grein Guardian kemur fram að kreppan hafi haft áhrif á sölu Barbie dúkkunnar og vill einn leikfangaframleiðandinn meina að versnandi efnahagur hafi fært fólk fjær glysheimi Hollywood sem Barbie stendur fyrir. Þá kemur einnig fram í greininni að foreldrar virðast fjárfesta frekar í gömlum klassískum leikföngum eins og Lego og Playmobil. Þá hefur leikfangasala í Bretlandi dregist saman um 10 prósent. Guðný segir það óskandi að jafnréttisbaráttan sé farin að hafa svo víðtæk áhrif að foreldrar kaupi ekki lengur dúkkur eins og Barbie fyrir dætur sínar. „Sú tilgáta væri náttúrulega draumur allra femínista," segir Guðný að lokum. Tengdar fréttir Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. 27. desember 2009 00:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
„Ég fagna samdrætti í sölu á Barbie dúkkum," segir Guðný Gústafsdóttir, talskona femínista, en sala á Barbie dúkkum í Bretlandi hefur dregist saman um 42 prósent á árinu samkvæmt breska blaðinu Guardian. Dúkkan fagnar fimmtugsafmælinu sínu í ár og svo virðist sem plastfegurðin hafi fölnað því Barbie hefur vissulega munað fífil sinn fegurri. Þá skiptir engu að eigendur Barbie, leikfangafyrirtækið Mattel, hefur splæst í lýtaaðgerðir handa dúkkunni. Nú státar Barbie ekki bara örmjóu mitti og lögulegum línum heldur einnig skarpari kjálka, möndlulegri augu og þrýstnari varir. „Kannski er jafnréttisbaráttan farin að hafa áhrif, það væri allavega óskandi," segir Guðný en Barbie hefur lengi verið þyrnir í augum femínista þar sem dúkkan þykir ekki eingöngu gefa brenglaða mynd af útliti kvenna heldur stendur hún fyrir staðalímynd sem femínistum hugnast alls ekki. Guðný segir að svo virðist sem konan sem kyntákn sé að hopa en sjálf óttast hún að þá verði lögð mun meiri áhersla á ummönnunarþáttum konunnar. „Kreppunni fylgir bakslag í jafnréttisbaráttunni. Nú er lögð meiri áhersla á móðurhlutverkið heldur en kyntáknið," segir Guðný og bætir við að frá eigin reynslu þá sýnist henni eins og það sé meira lagt upp úr dúkkufötum og leikföngum eins og Baby Born heldur en oft áður. Í grein Guardian kemur fram að kreppan hafi haft áhrif á sölu Barbie dúkkunnar og vill einn leikfangaframleiðandinn meina að versnandi efnahagur hafi fært fólk fjær glysheimi Hollywood sem Barbie stendur fyrir. Þá kemur einnig fram í greininni að foreldrar virðast fjárfesta frekar í gömlum klassískum leikföngum eins og Lego og Playmobil. Þá hefur leikfangasala í Bretlandi dregist saman um 10 prósent. Guðný segir það óskandi að jafnréttisbaráttan sé farin að hafa svo víðtæk áhrif að foreldrar kaupi ekki lengur dúkkur eins og Barbie fyrir dætur sínar. „Sú tilgáta væri náttúrulega draumur allra femínista," segir Guðný að lokum.
Tengdar fréttir Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. 27. desember 2009 00:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Búinn að afnema regluverkið sem tafði fyrir opnun Kastrup Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Barbie fór í lýtaaðgerð og hefur aldrei selst jafn illa Hin síunga Barbie á heldur betur undir högg að sækja þessa daganna en samkvæmt The Guardian þá hefur sala á goðsagnakenndu dúkkunni í Bretlandi dregist saman um 42 prósent. Þess í stað hefur Lego, Playmobil og fleiri leikföng í svipuðum dúr aukið sölu sína um 20 til 40 prósent. 27. desember 2009 00:00